Hinn 21 árs gamli Greenwood er sakaður um að hafa brotið kynferðislega á, nauðgað og hótað að myrða fyrrverandi kærustu sína. Var hann handtekinn eftir að hún birti myndband þar sem heyra mátti leikmanninn hóta henni.
Samkvæmt heimildum Daily Mail hefur Greenwood verið handtekinn á nýjan leik fyrir að hafa haft samband við kærustuna fyrrverandi. The Sun greinir frá að lögreglan hafi farið heim til leikmannsins nú í morgunsárið, á laugardag, handtekið hann og yfirheyrt í kjölfarið á næstu lögreglustöð.
Manchester United star Mason Greenwood 'is arrested for breaching bail conditions imposed on him after his arrest for rape, assault and making threats to kill' https://t.co/lKAsbqsQKH pic.twitter.com/REC4jtsRet
— MailOnline Sport (@MailSport) October 15, 2022
Skilorð leikmannsins hefur tvívegis verið framlengt en ekki hefur verið gefið út hvenær réttað verður í málinu. Samkvæmt lögreglunni er „rannsókn enn í gangi.“
Greenwood hefur ekki spilað fyrir Manchester United síðan 22. janúar og eftir að hann var handtekinn í fyrra skiptið gaf félagið út yfirlýsingu þess efnis að það „sé á móti öllu ofbeldi.“