Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:
„Mér fannst þetta voðalega hetjuleg ákvörðun á sínum tíma,“ segir Þrándur um það að hafa tekið ákvörðun um að gera listina að ævistarfi á menntaskólaaldri. „Ég vissi að þetta yrði á brattann að sækja að verða listamaður en sá það í einhverjum svona rómantískum hillingum.“
Hann segir gömlu evrópsku myndlistarhefðina hafa mótað sína listsköpun og hefur sótt mikinn innblástur í gömlu meistarana.
„Það eru margir í uppáhaldi en ég nefni nú oft Rembrandt, hann var svona fyrsta ástin.“
Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.