Fótbolti

Pogba nálgast fulla heilsu | Gæti náð HM

Atli Arason skrifar
Pogba varð heimsmeistari með Frakklandi á HM 2018 í Rússlandi. 
Pogba varð heimsmeistari með Frakklandi á HM 2018 í Rússlandi.  Getty Images

Paul Pogba, leikmaður Juventus og franska landsliðsins, gæti snúið aftur til æfinga fyrr en áætlað var. Pogba fór í aðgerð í síðasta mánuði vegna meiðsla í hægra hné.

Pogba yfirgaf Manchester United í sumar til að ganga til liðs við Juventus. Hann hefur hins vegar ekki spilað eina einsutu mínútu af fótbolta fyrir Juventus á þessari leiktíð eftir að hann meiddist á undirbúningstímabili liðsins í sumar.

Franski miðillinn L'Equipe greindi frá því fyrr í gær að Pogba sé nú verkjalaus og gæti snúið aftur til æfinga hjá Juventus á næstu dögum en upprunanlega var áætlað að Pogba yrði frá í a.m.k. tvo mánuði

Frakkar ætla að reyna að verja heimsmeistaratitill sinn í Katar en mótið hefst í næsta mánuði. Pogba hefur reynst Frökkum mikilvægur og gæti spilað enn stærra hlutverk í titilvörn Frakka eftir að bakslag var í meiðslum N‘Golo Kante sem veldur því að Kante missir af HM.

Þeir Kante og Pogba spiluðu saman á miðju Frakka í öllum nema einum leik þegar franska landsliðið varð heimsmeistari á HM í Rússlandi 2018. 

Pogba er þó ekki eini leikmaður Frakka í kapphlaupi við tímann að ná heimsmeistaramótinu en Lucas Hernandez, Lucas Digne og Presnel Kimpembe gætu allir misst af HM vegna meiðsla


Tengdar fréttir

Pogba þarf að fara undir hnífinn: HM í hættu?

Knattspyrnumaðurinn Paul Pogba, leikmaður Juventus á Ítalíu, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla á hné. Talið er að Pogba verði frá í 40 til 60 daga en aðeins eru 78 dagar þangað til Frakkland hefur leik á HM í Katar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×