Fótbolti

Inter lagði Salernitana í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni

Atli Arason skrifar
Nicolo Barella og Lautaro Martinez sáu um skora mörkin fyrir Inter í dag.
Nicolo Barella og Lautaro Martinez sáu um skora mörkin fyrir Inter í dag. Getty Images

Inter Milan vann 2-0 heimasigur á Salernitana í ítölsku úrvalsdeildinni í dag með mörkum frá Lautaro Martinez og Nicolo Barella.

Lautaro Martinez kom Inter yfir strax á 14. mínútu leiksins. Martinez fékk sendingu frá Nicolo Barella og átti marktilraun fyrir utan vítateig sem flaug í mark Salernitana sem gerði að verkum að Inter leiddi með einu marki í hálfleik.

Barella sá svo sjálfur um að tvöfalda forskot Inter á 58. mínútu. Markið skoraði Barella eftir langan bolta frá Hakan Calhanoglu, Barella tók snyrtilega á móti boltanum inn í vítateig Salernitana og lék á einn varnarmann áður en að stýrði boltanum í markið.

Meira var ekki skorað og Inter vann 2-0 sigur og endurheimtir 7. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar af Juventus, sem vann sinn leik í gær. Inter er með 18 stig eftir 10 leiki en Salernitana er á sama tíma í 12. sæti með 10 stig eftir jafn marga leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×