Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir Stöðvar 2. Stöð 2

Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu á nokkrum stöðum í miðbænum í gærkvöldi.

Á annan tug leik- og grunnskóla á landinu glíma nú við mygluvandamál, sem sviðsstjóri Reykjavíkurborgar segir eitt það stærsta sem borgin glími við. Hún rekur vandann aftur til niðurskurðar í viðhaldsmálum eftir hrun.

Samtök um endómetríósu íhuga að höfða dómsmál gegn Sjúkratryggingum Íslands verði ekki breyting á þjónustu við sjúklinga. Konur sem þjást af endómetríósu hafa, á einu ári, greitt 107 milljónir úr eigin vasa vegna langra biðlista hjá hinu opinbera.

Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört.

Þá fjöllum við um stöðuna í Mýrdalsjökli, förum á landbúnaðarsýninguna og fylgjumst með snjalltækjanámskeiði fyrir fólk 60 ára og eldra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×