Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Móðir drengs sem veiktist mjög í myglunni í Fossvogsskóla segir son sinn enn ekki geta verið innan veggja skólans þrátt fyrir endurbætur. Hún vonar að fljótt verði greitt úr vandanum - annars verði borgin að finna nýjan skóla fyrir son hennar. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við ræðum einnig við kennara með áratuga langa reynslu í lestrarkennslu. Hún segir hraðlestrarpróf valda miklum kvíða og vill að þeim verði hætt og einfaldlega hent í ruslið.

Þeim fækkar sem telja að tekið sé á móti of mörgum flóttamönnum á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Við kynnum okkur hana og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem hart var tekist á um útlendingamál í dag.

Þá kynnum við okkur aukin umsvif á Akureyrarflugvelli og hittum bæði glímukóng- og drottningu landsins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×