Fjölgar rjúpum sem má veiða á tímabilinu Árni Sæberg skrifar 17. október 2022 19:59 Heimilt verður að skjóta 26 þúsund rjúpur á komandi veiðitímabili. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur staðfest að veiðitímabil rjúpu verður frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Ráðlögð veiði á tímabilinu er 26 þúsund fuglar, sem er fjölgun um sex þúsund fugla frá síðasta tímabili. Guðlaugur Þór Þórðarson staðfesti fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2022 í dag. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Heimilt verði að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan birtu nýtur. Um er að ræða svipaðar reglur og á síðasta tímabili en þá var ráðlögð veiði aðeins tuttugu þúsund fuglar. Biðlar til veiðimanna að sína hófsemi Guðlaugur biðlar til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi, en slæmt tíðarfar í vor og sumar sé líklegasta skýringin á viðkomubrestinum. Ráðherra hvetur veiðimenn því til að flykkjast ekki á Norðaustulandið til veiða. Þá er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. „Ég hef lagt áherslu á að Umhverfisstofnun setji í forgang að hraða vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna og að á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið,“ er haft eftir honum í tilkynningunni. Þar segir að fyrir liggi tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni sé gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð árið 2023. Rjúpa Umhverfismál Skotveiði Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson staðfesti fyrirkomulag rjúpnaveiða árið 2022 í dag. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að veiðitímabil rjúpu verði frá 1. nóvember til 4. desember í ár. Heimilt verði að veiða rjúpu frá föstudegi til þriðjudags, frá kl. 12 þá daga sem veiði er heimil og skal veiði eingöngu standa yfir á meðan birtu nýtur. Um er að ræða svipaðar reglur og á síðasta tímabili en þá var ráðlögð veiði aðeins tuttugu þúsund fuglar. Biðlar til veiðimanna að sína hófsemi Guðlaugur biðlar til veiðimanna að sýna hófsemi í veiðum í ljósi viðkomubrests á Norðausturlandi og Vesturlandi, en slæmt tíðarfar í vor og sumar sé líklegasta skýringin á viðkomubrestinum. Ráðherra hvetur veiðimenn því til að flykkjast ekki á Norðaustulandið til veiða. Þá er ítrekað að sölubann er á rjúpum og á það jafnt við um sölu til endursöluaðila og annarra. „Ég hef lagt áherslu á að Umhverfisstofnun setji í forgang að hraða vinnu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir rjúpuna og að á grundvelli hennar verði fyrirkomulag veiða í framtíðinni ákveðið,“ er haft eftir honum í tilkynningunni. Þar segir að fyrir liggi tímasett verkáætlun um gerð stjórnunar- og verndaráætlunarinnar. Samkvæmt henni sé gert ráð fyrir miklu samráði og samtali við hagsmunaaðila og að áætlunin verði tilbúin til kynningar um miðjan maímánuð árið 2023.
Rjúpa Umhverfismál Skotveiði Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sjá meira