„Lífið er mikilvægara en körfubolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2022 09:00 Styrmir Snær Þrastarson hlustar á Lárus Jónsson, þjálfara Þórs, í leikhléi gegn Haukum á föstudaginn. vísir/diego Eftir rúmt ár í Davidson háskólanum í Bandaríkjunum er Styrmir Snær Þrastarson kominn aftur heim í Þór Þorlákshöfn. Hann segist finna sig betur í evrópska körfuboltanum en þeim bandaríska og þá höfðu veikindi í fjölskyldunni úrslitaáhrif á að hann ákvað að snúa aftur heim. Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Margir ráku upp stór augu þegar Styrmir mætti til leiks með Þórsurum þegar þeir öttu kappi við Hauka í 2. umferð Subway deildarinnar á föstudaginn. Þetta var fyrsti leikur Styrmis með Þór síðan liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum gegn Haukum sem Hafnfirðingar unnu, 90-84. Styrmir lék svo sinn annan leik með Þór þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Hetti, 78-75, í 32-liða úrslitum VÍS-bikarsins á sunnudaginn. Hann skoraði 23 stig í leiknum, tók sjö fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. „Undanfarnar vikur var ég búinn að pæla í því hvort þetta væri það sem mig langaði að gera; að vera þarna úti. Fyrir tveimur vikum komu svo upp veikindi í fjölskyldunni og þá ákvað ég að koma heim,“ sagði Styrmir í samtali við Vísi í gær. Hann segir að hugmyndin um að koma aftur heim hafi byrjað að gerjast með honum í sumar þegar hann æfði og spilaði með landsliðinu. „Það er allt öðruvísi leikstíll í Bandaríkjunum en í Evrópu og mér finnst evrópski stílinn skemmtilegri og henta mér betur.“ Ætlar aftur út Styrmir fékk ekki mörg tækifæri með Davidson á fyrsta tímabili sínu með skólanum sem spilaði inn í þá ákvörðun hans að koma aftur heim. „Mér var lofað hlutverki í fyrra en svo vorum við með rosalega gott lið. Í sumar misstum við marga leikmenn og ég var kominn í stærra hlutverk en svo koma þessi veikindi upp í fjölskyldunni. Og lífið er stærra en körfubolti þannig ég ákvað að taka skrefið heim,“ sagði Styrmir sem gerir ráð fyrir að spila með Þór út þetta tímabil. Eftir það setur hann stefnuna á atvinnumennsku í Evrópu. Styrmir fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2021.vísir/hulda margrét „Auðvitað ætla ég að reyna að ná markmiðum mínum að komast sem lengst í Evrópu,“ sagði Styrmir sem var með ýmsa möguleika í stöðunni í sumar. „Það var áhugi í sumar frá Íslandi og Evrópu. En ég lét reyna á Davidson og lét svo engan vita að ég væri að koma heim nema Lárus [Jónsson] þjálfara Þórs.“ Hjá Davidson fetaði Styrmir í fótspor Jóns Axels Guðmundssonar en Grindvíkingurinn er í miklum metum hjá skólanum eftir frábær ár með honum. Hann var meðal annars valinn besti leikmaður A-10 deildarinnar sem Davidson spilar í. Átti bara að vera skytta í horninu Styrmir segir að viðbrigðin að fara út í háskólaboltann hafi verið nokkur. „Bæði og. Ég vissi að þetta yrði allt öðruvísi. Þegar ég kom út var ég settur í allt öðruvísi hlutverk en ég var í hér heima og fékk ekki mörg tækifæri. En ég lærði helling á því,“ sagði Styrmir og bætti við að hlutverkaskipanin í háskólaboltanum sé afmarkaðri en hér heima. „Ég var eiginlega bara orðin skytta í hornunum í staðinn fyrir að vera með boltann og keyra á körfuna.“ Styrmir var ekki alveg sáttur með það mót sem hann var settur í vestanhafs.vísir/diego Viðbrigðin að flytja að heiman og búa í öðru landi voru þó ekki jafn mikil og Styrmir bjóst við. „Í rauninni ekki. Það kom mér á óvart hversu auðvelt það var. Auðvitað saknaði maður þess að búa heima hjá fjölskyldunni en þetta var auðveldara en ég hélt. Það erfiðasta var örugglega að vera í skóla á öðru tungumáli,“ sagði Styrmir. Örugglega sá gáfaðasti sem hefur kennt mér körfu Fyrsta og eina tímabil Styrmis hjá Davidson var jafnframt síðasta tímabil Bobs McKillop með liðið en hann hætti þjálfun þess í vor eftir 33 ára starf. Eftirminnilegasta tímabil hans við stjórnvölinn var 2008-09 þegar Villikettirnir frá Davidson komust í átta liða úrslit úrslitakeppninnar, leiddir áfram af engum öðrum en Stephen Curry. Þórsarar hafa tapað öllum þremur leikjum sínum á tímabilinu.vísir/diego „Það var geggjað að spila fyrir hann. Hann kenndi mér mjög mikið og þetta er einn af þessum mönnum sem þú hlustar á þegar hann talar. Hann bullar ekkert. Hann segir hlutina eins og þeir eru og er örugglega gáfaðasti maður sem hefur kennt mér körfu,“ sagði Styrmir. Mætti ósofinn eftir Ameríkuflug í fyrsta leikinn Undirbúningur Styrmis fyrir leikinn gegn Haukum á föstudaginn var ansi skrautlegur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Ég lenti um morguninn, fór á hádegisæfingu og var ekki búinn að sofa í 24 tíma og ekki búinn að borða mikið þegar ég fór í leikinn. Ég var þreyttur og pirraði mig full mikið á hlutum sem ég á ekki vera að pirra mig yfir. Þetta var ekki beint draumaundirbúningur,“ sagði Styrmir hlæjandi að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira