Viðskipti innlent

Bein út­sending: Þjóð­hags- og verð­bólgu­spá Lands­bankans 2022 til 2025 kynnt

Atli Ísleifsson skrifar
Í lok fundar verða pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræður.
Í lok fundar verða pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræður. Vísir/Vilhelm

Ný þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2022 til 2025 var birt í morgun og verður hún kynnt á fundi sem hefst í Silfurbergi í Hörpu klukkan 8:30.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér á Vísi, en í lok fundar verða pallborðsumræður um vinnumarkaðinn og kjarasamningaviðræður.

Þátttakendur verða:

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
  • Kristján Þórður Snæbjarnarson, sitjandi forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
  • Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri.
  • Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
  • Fjölmiðlakonan Fanney Birna Jónsdóttir stýrir umræðum.

Hægt er að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan og hefst hann klukkan 8:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×