Frekari merki kólnunar á fasteignamarkaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. október 2022 07:35 Framboð á íbúðum hefur þrefaldast síðan í febrúar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn heldur áfram að kólna en verulega hefur dregið úr hlutfalli íbúða sem seljast yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að lækka. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí. Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) sem kom út í dag. Þar segir að á höfuðborgarsvæðinu hafi 44 prósent íbúða í fjölbýli selst yfir ásettu verði, samanborið við 53 prósent í júlí. 42 prósent sérbýla seljast yfir ásettu verði miðað við 48 prósent í júlí. Þegar mest var seldust 70 prósent íbúða í fjölbýli og 60 prósent sérbýla yfir ásettu verði. Meðal kaupverð á höfuðborgarsvæðinu í ágúst var 73,7 milljónir króna en í júní var það 76,4 milljónir króna. Íbúðir í fjölbýli seljast að jafnaði á 66 milljónir króna en í sérbýli á 104,4 milljónir króna. Mánaðarleg greiðslubyrði óverðtryggðra lána er nú 62.300 krónur fyrir hverjar tíu milljónir sem eru teknar að láni. Fyrra hluta árs 2021 var mánaðarleg greiðslubyrði 37.700 krónur og gerir þetta því 65 prósent hækkun á greiðslubyrði á einu og hálfu ári. Samkvæmt íbúðatalningu HMS og Samtaka iðnaðarins eru 8.113 íbúðir í byggingu á landinu öllu. Í mars á þessu ári voru þær 7.260 talsins og í september í fyrra 6.001 talsins. Aukningin á einu ári er 35,2 prósent. HMS segir þetta vera merki um kólnandi fasteignamarkað og hefur viðsnúningurinn verið nokkuð hraður. Framboð íbúða eykst hratt og fer viðskiptum fækkandi. „Nokkuð ljóst er að það eigi eftir að draga verulega úr verðhækkunum sem hafa einkennt fasteignamarkaðinn á undanförnum árum en óvíst er hvort að fasteignaverð eigi eftir að lækka. Það veltur meðal annars á því að hve miklu leyti heimilin eru tilbúin til að fjármagna sig á verðtryggðum lánum,“ segir í skýrslunni. Framboð á íbúðum hefur þrefaldast frá því í febrúar og aukist um 89 prósent síðan í lok júlí.
Neytendur Húsnæðismál Fasteignamarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira