„Langir en samt svo stuttir mánuðir og ár að baki. Það krefst hugrekkis að standa með sjálfum sér og berjast á móti ansi hörðum straumi,“ skrifar Anna María í færslu á Instagram um viðurkenninguna.
„Ég sé ekki eftir einu einasta skrefi!“
Í kjölfarið af ásökunum Önnu Maríu í maí 2021 fór af stað mikil umræða um þöggun á kynferðisofbeldi innan KSÍ. Málið gegn þeim Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni var tekið upp að nýju en var fellt niður. Ríkissaksóknari staðfesti svo 25. ágúst á þessu ári niðurfellingu héraðssaksóknara.
„Takk allir sem hafa stutt við bakið á mér, ykkur verð ég ævinlega þakklát. Ég er að gróa,“ skrifar Anna María í færslu sinni.
Á viðurkenningarskjal Stígamóta er skrifað.
„Baráttukonan Anna María hóf baráttu sýna fyrir réttlæti í heimi þar sem hugmyndir fólks um hvað er réttlát er litað af peningum, völdum og skaðlegum viðhorfum í garð kvenna. Hún hefur staðið keik og með hugrekki sínu og staðfestu rutt brautina fyrir aðra.
Fyrir hugrekki sitt, þrautseigju, kjark og þor á Anna María heiður skilinn. Takk kæra baráttukona og fyrirmynd fyrir að berjast fyrir þolendur og betri heimi. “
Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur verið áberandi í umræðunni um fyrrnefnt mál á samfélagsmiðlum. Hann stendur þétt við bakið á sinni konu.
„Kletturinn okkar,“ segir Martin við færslu Önnu Maríu á Instagram.