„Mig langar næstum að gubba yfir þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2022 13:03 Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir að það yrði mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir það vera ömurlegt að fordómafullum boðskap sé haldið að börnum í Vottum Jéhóva. Umdeilt kennslumyndband sé hreint út sagt ógeðslegt. Hún segir það mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum en finnst ástæða til að fylgjast með þróuninni hjá Norðmönnum í þessum efnum. Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“ Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Kennslumyndband Votta Jehóva um samkynja hjónabönd hefur farið sem eldur í sinu um netheima sætt harðri gagnrýni. „Fyrst langar mig nú að segja að þetta myndband sem ég er búin að sjá frá Vottum Jéhóva er ógeðslegt. Manni langar næstum að gubba yfir þetta. Þetta er viðbjóðslegt og mér finnst ömurlegt að svona boðskapur sé hafður í heiðri og honum haldið að börnum,“ segir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra um hvernig endurskoðun á lögum um sóknargjöld miðaði. Lilja Torfadóttir, fyrrverandi sóknarbarn, sagði í samtali við fréttastofu í gær að hópur fyrrverandi Votta, krefðist þess að ríkið svipti trúfélagið sóknargjöldum en hún var gerð brottræk úr söfnuðinum fyrir að vera samkynhneigð. „Við höfum haft fréttir af því að í Noregi hafi Vottar Jehóva verið sviptir sóknargjöldum sínum og ég hef kallað eftir upplýsingum um það hverju það sætir. Ég hef rætt þetta við nokkra norska þingmenn sem kannast ekki við málið þannig að þetta hefur ekki verið nein umræða á pólitískum vettvangi heldur skilst mér að þetta sé á vettvangi embættismanna.“ Málið snúist um hvort Vottar uppfylli skilyrði laga um trúfélög. „Mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum það sem þarna er en ég segi samt sem áður að við búum við trúfrelsi og sóknargjöldin eru þannig að hver og einn ræður hvert þau fara eftir því í hvaða sókn hann er skráður og trúfrelsi er auðvitað grunnurinn í okkar stjórnarskrá og ofboðslega mikilvægt þannig að það að ganga freklega inn í það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip eins og ég hef áður sagt. En mér finnst alveg ástæða til þess að við skoðum hvað er að gerast í Noregi, mér skilst að því máli hafi verið áfrýjað og sé í einhverjum farvegi þar þannig að ég fylgist bara spennt með hvað gerist þar.“
Börn og uppeldi Hinsegin Trúmál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25 Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Finnur til með börnum safnaðarins sem búi við „þetta ofbeldi“ Fyrrverandi Vottur Jehóva segist finna til með börnum safnaðarins vegna kennslumyndbands Votta, „Einn maður, ein kona.“ Myndbandið hefur sætt harðri gagnrýni en það virðist ýja að því að hinsegin fólk geti ekki komist í „Paradís.“ 19. október 2022 21:25
Sláandi og sorglegt að sjá hatur framsett á sakleysislegan hátt í barnaefni Umdeilt kennslumyndband Votta Jehóva þar sem samkynhneigð er rædd hefur sætt mikilli gagnrýni. Myndbandið hefur lengi verið sýnt börnum innan safnaðarins. Stofnandi Hinseginleikans segir hatur matreitt ofan í börnin og þau beri það síðan með sér í sitt nærumhverfi. Óásættanlegt sé að trúfélag sem ríkið styrki dreifi hatri í skjóli trúfrelsis. Lög landsins verði að eiga um þau líka. 19. október 2022 15:45