Fengu „viðbjóðsleg“ skilaboð eftir átökin og kjaftshöggið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 17:01 Hawa Cissoko fékk að líta rauða spjaldið. Eins og sjá má var Dagný Brynjarsdóttir ein af þeim sem reyndu að stilla til friðar. Getty/Harriet Lander Hawa Cissoko og og Sarah Mayling hafa orðið fyrir „viðbjóðslegu“ netníði eftir átök þeirra í leik West Ham og Aston Villa, að sögn Cörlu Ward, þjálfara Villa. Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Cissoko, sem er liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá West Ham, fékk að líta rauða spjaldið eftir að hún kýldi Mayling í kjölfar átaka þeirra á milli. West Ham vann leikinn 2-1 og skoraði Dagný fyrsta mark leiksins. Paul Konchesky, þjálfari West Ham, fékk einnig rautt spjald vegna hegðunar sinnar á hliðarlínunni. Í yfirlýsingu frá West Ham segir að um leið og félagið harmi hegðun Cissoko, sem hún hafi beðist afsökunar á, þá verði að stöðva þess háttar níð sem hún varð fyrir eftir leikinn. Hluti af viðbjóðnum sem hún fékk sendan mun hafa verið kynþáttaníð. „West Ham United er áfram óhaggað í sinni afstöðu. Við höfum enga þolinmæði fyrir hvers konar mismunun,“ segir meðal annars í yfirlýsingu West Ham. Le très mauvais geste d'Hawa Cisssoko envers la joueuse d'Aston Villa Sarah Mayling @BethFisherSport pic.twitter.com/W0oDPfYO3s— Femmes Foot News (@femmesfootnews) October 15, 2022 BBC hefur eftir Ward, þjálfara Villa: „Sarah og Hawa hafa orðið fyrir viðbjóðslegu netníði en eru báðar góðar manneskjur. Það ætti enginn að þurfa að eiga við svona, sama hvað gerist á vellinum.“ Cissoko kvaðst í yfirlýsingu harma hegðun sína í lok leiksins við Villa og sagði ekkert geta afsakað það sem hún gerði, sérstaklega þar sem að hún væri fyrirmynd fyrir aðra. Þá þakkaði hún þeim sem sent höfðu henni baráttukveðjur, öfugt við þeim sem sent höfðu henni „níðandi og hatursfull skilaboð.““ „Þær [Mayling og Cissoko] áttu í átökum sem urðu í mjög spennuþrungnum og tilfinningaríkum leik,“ sagði Ward og bætti við: „Ég er viss um að þær eru báðar fullar eftirsjár en hvorug þeirra ætti að þurfa að ganga í gegnum það netníð sem þær hafa orðið fyrir.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira