Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2022 19:41 Á undanförnum árum hefur ítrekað komið til mótmæla, meðal annars við dómsmálaráðuneytið, á undanförnum árum vegna brottvísana hælisleitenda úr landi. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Beneditksson formann Sjálfstæðisflokksins út í þessi mál í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Bjarni meðal annars að vísbendingar hefðu komið fram frá löggæsluyfirvöldum um að vegabréf frá Venesuela gengju kaupum og sölum, vegna þess hvað flóttafólk þaðan ætti auðvelt með að koma til Íslands. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt sé að kerfið þjóni þeim sem á því þurfi að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld. Að það séu glæpagengi sem séu að senda börn á ferð til að finna þá staði þar sem börn njóta sérstakrar verndar umfram aðra. Okkar hugur er hjá slíkum börnum sem verða að einhvers konar verkfæri í höndum glæpagengja," sagði Bjarni. Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrr svör ráðherrans og lísti eftir stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur fjármálaráðherra fór hér ágætlega yfir og ítrekaði áhyggjur mínar af málaflokknum og hvernig hann hefur þróast. En það var fátt um svör um hvernig brugðist yrði við. Hvenær kemur frumvarp hæstvirts dómsmálaráðherra. Verður búið að bæta það frumvarp þannig að það hafi meiri áhrif en það myndi gera eins og við sáum það síðast," sagði Sigmundur Davíð. Jón vill mæla fyrir frumvarpinu í næstu viku Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill mæla fyrir nýju útlendingafrumvarpi í næstu viku nú þegar hann telur samkomulag hafa náðst um málið milli stjórnarflokkanna.„ Jón Gunnarsson telur nauðsynlegt að ný lög um útlendinga taki gildi fyrir áramót.Stöð 2/Egill „Hvort ég næ samstöðu við stjórnarandstöðuna læt ég liggja á milli hluta. En það þarf að vera samstaða milli stjórnarflokkanna og ég tel að hún sé til staðar.“ Þannig að málið sofni ekki eina ferðina enn inni í nefnd? Nei, nú þarf þetta að verða forgangsmál að klára. Vegna þess að hér er að býta á okkur vandi sem er mikilvægt að bregðast við. Frumvarpið er hluti af þeim viðbrögðum sem við erum að reyna að grípa til í ljósi ástandsins," segir dómsmálaráðherra. Breytingar á frumvarpinu lúti að grunnskoðun þeirra sem væru að koma til landsins, frestum í tengslum við afgreiðslu mála, lúkningu á þjónustu við fólk sem hafi fengið frávísun og fleiru. Að auki væri verið að vinna að því að styrkja landamæra- og löggæslu. Löggæsluyfirvöld í Evrópu hefðu áhyggjur af ákveðinni misnotkun á hælisleitendakerfinu. „Það getur tengst ýmis konar starfsemi eins og mansali og slíku. Þar sem glæpasamtök eru að nýta sér neyð þessa fólks sem er á flótta," segir Jón. Dómsmálaráðherra vonar að þessi fimmta tilraun til að breyta útlendingalögum nái fram að ganga.Vísir/Vilhelm Það hefði til dæmis heyrst varðandi konur á flótta frá Úkraínu. Þá væru vísbendingar um misnotkun á vegabréfum frá Venesuela en flóttafólk þaðan á greiðan aðgang að Evrópu. „Og það vekur athygli að hér eru einstaklingar og jafnvel fjölskyldur að koma með nýútgefin vegabréf frá Venesuela sem eru löglegir pappírar. En það er jafnvel fólk sem ekki er augljóslega frá Suður Ameríku eða þessum heimshluta.“ Þú telur að það sé sátt milli stjórnarflokkanna um innihald þessa frumvarps, þannig að þú ert bjartsýnn á að það nái fram fyrir jól? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn á það og ég tel það reyndar alveg bráðnausynlegt," segir Jón Gunnarsson. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. 20. október 2022 12:20 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins spurði Bjarna Beneditksson formann Sjálfstæðisflokksins út í þessi mál í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði Bjarni meðal annars að vísbendingar hefðu komið fram frá löggæsluyfirvöldum um að vegabréf frá Venesuela gengju kaupum og sölum, vegna þess hvað flóttafólk þaðan ætti auðvelt með að koma til Íslands. Bjarni Benediktsson segir vísbendinigar um að glæpagengi selji vegabréf frá Venesuela. Mikilvægt sé að kerfið þjóni þeim sem á því þurfi að halda en á sama tíma koma í veg fyrir misnotkun þess.Vísir/Vilhelm „Að þeir sem komi með slík vegabréf standi í skuld við þá sem útvegi slík vegabréf og þurfi á komandi árum að finna leiðir til að fjármagna þá skuld. Að það séu glæpagengi sem séu að senda börn á ferð til að finna þá staði þar sem börn njóta sérstakrar verndar umfram aðra. Okkar hugur er hjá slíkum börnum sem verða að einhvers konar verkfæri í höndum glæpagengja," sagði Bjarni. Sigmundur Davíð gaf ekki mikið fyrr svör ráðherrans og lísti eftir stefnu stjórnvalda í málaflokknum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir erfitt að átta sig á stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum.Vísir/Vilhelm „Hæstvirtur fjármálaráðherra fór hér ágætlega yfir og ítrekaði áhyggjur mínar af málaflokknum og hvernig hann hefur þróast. En það var fátt um svör um hvernig brugðist yrði við. Hvenær kemur frumvarp hæstvirts dómsmálaráðherra. Verður búið að bæta það frumvarp þannig að það hafi meiri áhrif en það myndi gera eins og við sáum það síðast," sagði Sigmundur Davíð. Jón vill mæla fyrir frumvarpinu í næstu viku Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra vill mæla fyrir nýju útlendingafrumvarpi í næstu viku nú þegar hann telur samkomulag hafa náðst um málið milli stjórnarflokkanna.„ Jón Gunnarsson telur nauðsynlegt að ný lög um útlendinga taki gildi fyrir áramót.Stöð 2/Egill „Hvort ég næ samstöðu við stjórnarandstöðuna læt ég liggja á milli hluta. En það þarf að vera samstaða milli stjórnarflokkanna og ég tel að hún sé til staðar.“ Þannig að málið sofni ekki eina ferðina enn inni í nefnd? Nei, nú þarf þetta að verða forgangsmál að klára. Vegna þess að hér er að býta á okkur vandi sem er mikilvægt að bregðast við. Frumvarpið er hluti af þeim viðbrögðum sem við erum að reyna að grípa til í ljósi ástandsins," segir dómsmálaráðherra. Breytingar á frumvarpinu lúti að grunnskoðun þeirra sem væru að koma til landsins, frestum í tengslum við afgreiðslu mála, lúkningu á þjónustu við fólk sem hafi fengið frávísun og fleiru. Að auki væri verið að vinna að því að styrkja landamæra- og löggæslu. Löggæsluyfirvöld í Evrópu hefðu áhyggjur af ákveðinni misnotkun á hælisleitendakerfinu. „Það getur tengst ýmis konar starfsemi eins og mansali og slíku. Þar sem glæpasamtök eru að nýta sér neyð þessa fólks sem er á flótta," segir Jón. Dómsmálaráðherra vonar að þessi fimmta tilraun til að breyta útlendingalögum nái fram að ganga.Vísir/Vilhelm Það hefði til dæmis heyrst varðandi konur á flótta frá Úkraínu. Þá væru vísbendingar um misnotkun á vegabréfum frá Venesuela en flóttafólk þaðan á greiðan aðgang að Evrópu. „Og það vekur athygli að hér eru einstaklingar og jafnvel fjölskyldur að koma með nýútgefin vegabréf frá Venesuela sem eru löglegir pappírar. En það er jafnvel fólk sem ekki er augljóslega frá Suður Ameríku eða þessum heimshluta.“ Þú telur að það sé sátt milli stjórnarflokkanna um innihald þessa frumvarps, þannig að þú ert bjartsýnn á að það nái fram fyrir jól? „Já, ég er bara mjög bjartsýnn á það og ég tel það reyndar alveg bráðnausynlegt," segir Jón Gunnarsson.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. 20. október 2022 12:20 Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Sjá meira
Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda. 20. október 2022 12:20
Ekki hræðsluáróður heldur staðreyndir segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir ljóst að of margir innflytjendur komi hingað til lands. Hann segist jafnframt ekki vera að beita hræðsluáróðri til þess að koma í gegn breytingum á löggjöf um flóttafólk, líkt og haldið hafi verið fram. 16. október 2022 23:01