Slæmar fréttir fyrir bestu CrossFit konur heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2022 09:00 Tia-Clair Toomey á verðlaunapallinum með Katrínu Tönjy Davíðsdóttur. Enginn önnur kona hefur orðið heimsmeistari í CrossFit frá og með árinu 2015. Instagram/CrossFit Games Það hefur enginn komist nálægt henni undanfarin ár á heimsleikunum í CrossFit og þeir sem héldu að það væri að breytast hafa nú fengið endanlega staðfest að það breytist ekki neitt. Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Glugginn sem bestu CrossFit konur heims héldu að væri að opnast lokaðist endanlega í gær þegar heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey tilkynnti að hún muni mæta aftur til leiks á næstu heimsleikum. Toomey vann sinn sjötta heimsmeistaratitil í röð á síðustu heimsleikum í CrossFit og í lokagreininni tilkynnti lýsandinn að þetta væri líklegast hennar síðasta grein á ferlinum. Hann hefði fengið upplýsingar um það úr herbúðum Toomey sem svo ýtti undir það sjálf með hvernig hún endaði lokagreinina sína á dramatískan hátt. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Toomey var þarna búin að setja nýtt met yfir flesta sigra í röð og skiptir þá ekki máli hvort um karl eða konu er að ræða. Gamla metið var í eigu Matt Fraser sem vann fimm heimsmeistaratitla í röð. Sú síðasta til að vinna heimsmeistaratitilinn og ekki heita Toomey var okkar Katrín Tanja Davíðsdóttir sem vann tvö ár í röð eða 2015 og 2016. Toomey varð í öðru sæti bæði árin en tók svo yfir og flestir sigrar hennar hafa verið afar sannfærandi. Toomey hafði lent í smá vandræðum í byrjun keppninnar og fann þar aðeins fyrir samkeppninni frá ungum CrossFit konum en það virtist síðan bara kveikja í þeirri áströlsku sem kom sterk til baka og endaði á að vinna enn á ný með miklum yfirburðum. Toomey eyddi ekki orðróminum strax um að hún ætlaði að hætta og um tíma héldu sumir að hún ætlaði í liðakeppnina. Þegar vikur og mánuðir liður frá leikunum fór það aftur á móti að leka út að það væri enn hugur og hungur í bestu CrossFit konu heims. Toomey talaði um það í viðtali að hún ætlaði sér að koma aftur og í gær staðfesti hún það svo í reglulegum Youtube-þætti sínum við hlið eiginmannsins Shane Orr. „Við héldum að það væri best að leggja spilin á borðið og að þið mynduð heyra þetta beint frá okkur. Ég ætla að keppa í eitt ár í viðbót, sagði Tia-Clair Toomey. Þeir sem vildu sjá keppni án hennar fá tækifæri til að sjá það á Rogue Invitational mótinu seinna í þessum mánuði þar sem Anníe Mist Þórisdóttir verður meðal keppenda. Toomey verður á svæðinu í Austin í Texas fylki en mun ekki keppa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=zalOk0QIUjE">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira