Innlent

Loka Sorpu­stöðinni við Dal­veg í Kópa­vogi eftir tæp tvö ár

Atli Ísleifsson skrifar
Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi.
Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi. Sorpa

Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi.

Sagt var frá málinu í Morgunblaðinu í gær, en bæjarstjórinn Ásdís Kristjánsdóttir segir að íbúar þurfi ekki að óttast að geta ekki losað sorpið eftir lokun stöðvarinnar enda standi til að fjölga grenndarstöðvum í hverfum bæjarins fram til ársins 2024.

Ásdís segir að móttökustöðin við Dalveg hafi um árabil bæði skapað umferðaröngþveiti og slysahættu.

Þar sem bráðabirgðaleyfi hafi fengist á sínum tíma þurfi það ekki að koma forsvarsmönnum Sorpu á óvart að loka eigi stöðinni. Þá sé fyrirvarinn sem bæjaryfirvöld veiti einnig góður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×