Týnda gullskipið reyndist klósetthurð úr þýskum togara Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. október 2022 07:00 RAX hefur myndað mikið af skipum á ferlinum. RAX Skip sem innihélt mikið magn verðmætra málma og gimsteina fórst við Skeiðarársand á 17. öld. Í gegnum tíðina hefur Ragnar Axelsson fylgst með tilraunum til þess að finna þetta skip í sandinum. Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í. RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ljósmyndarinn segir frá gullskipinu í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Það voru tvö hundruð manns um borð og fórust næstum því tvö hundruð, ég held að það hafi bjargast einhverjir 45 eða 50. Um borð í þessu skipi eru mikil verðmæti. Til dæmis 35 tonn af koparstöngum og 236 demantar,“ segir RAX um ævintýraskipið. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. „Ég bjóst alltaf við að þeir myndu finna það.“ Einhverjir hafa í gegnum árið talið sig hafa fundið gullskipið týnda. „Þegar þeir fundu þennan borkjarna og voru að þefa af honum þá var kryddlykt öðrum megin og koníak hinum megin. Svo kom í ljós að þetta var nú eiginlega bara klósetthurðin af þýskum togara.“ Klippa: RAX Augnablik - Leitin að gullskipinu Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Gullskipið er ekki fyrsta skipið sem ljósmyndarinn hefur talað um í þáttunum RAX Augnablik. Hér fyrir neðan má sjá þrjá aðra þætti tengda skipum. Víkartindur strandar Flutningaskipið Víkartindur strandaði árið 1997 í brjáluðu veðri. Ragnar lagði í flugferð til þess að ná myndum af skipinu á meðan það barðist um briminu. Þrjú skipsströnd Snemma árs 1981 strönduðu þrjú skip við strendur Íslands, Katrín VE, Sigurbára, og Heimaey. Ragnar flaug og myndaði ströndin og björgun áhafnanna í svo slæmum veðrum að stundum óttuðust vinir og vandamenn um afdrif hans og förunauta hans. Sjávarháski Shackletons Í ferð sinni til Suðurskautsins sigldi Ragnar sömu leið og heimskautafarinn Ernest Shackleton sigldi á björgunarbát til þess að sækja björgun fyrir áhöfn sína sem hafðist við á Fílaeyju eftir að skip þeirra, Endurance, botnaði og sökk í sjóinn eftir að hafa setið fast í hafís í níu mánuði. Ragnar lenti í fárviðri á leiðinni líkt og Shackleton gerði rúmum hundrað árum fyrr, og Ragnar þurfti að binda sig fastan á þilfarinu til þess að ná myndum af samskonar háska og Shackleton og föruneyti lögðu sig í.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Ljósmyndun Menning Tengdar fréttir Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Einhver verstu veður sem gerast á Íslandi „Lífið gerist ekki bara í sól,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, sem veit fátt skemmtilegra en að mynda í vondu veðri. 16. október 2022 07:00