Allar líkur á að Boris Johnson snúi aftur til leiks Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. október 2022 21:53 Kveðjustund Borisar fyrir framan Downing stræti 10. Nú eru allar líkur taldar á því að hann geri tilraun til að komast aftur til valda, aðeins 45 dögum frá afsögn sinni. AP/Stefan Rousseau Boris Johnson, sem var forsætisráðherra Bretlands fyrir aðeins 46 dögum, er talinn líklegur til þess að gefa kost á sér í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem fer fram í næstu viku. Þetta er mat Baldurs Þórhallsonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2: Bretland Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Hann var gestur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Aðeins Penny Mordaunt hefur gefið kost á sér þegar þetta er skrifað og aðeins eru um 60 klukkustundir þar til framboðsfrestur rennur úr. Stjórnmálaskýrendur þar ytra telja hana ekki hafa eins mikinn meðbyr og í síðustu kosningum. Sem stendur nýtur Rishi Sunak, sem beið lægri hlut í kosningeinvígi gegn Liz Truss, mesta stuðnings flokksmanna Íhaldsflokksins en breska ríkisútvarpið hefur greint frá því að hann nálgist 100 þingmenn sem er einmitt sá þingmannastuðningur sem þarf til að verða leiðtogi flokksins. „Svo er kötturinn í sekknum, sem er að koma fram. Það er enginn annar en Boris Johnson. Það eru allar líkur taldar á því að hann muni slá til. Hann er að fá mikinn stuðning úr þingmannaliði Íhaldsflokksins þessa dagana; margir fyrrverandi ráðherrar og tugir þingmanna Íhaldsflokksins sem komu fram í dag og sögðust myndu styðja hann,“ segir Baldur. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Boris njóti stuðnings um 44 þingmanna. Penny Mordaunt er sögð njóta stuðnings 22 þingmanna. Þinglið Íhaldsflokksins mun kjósa tvo þingmenn sem almennir flokksmenn munu svo gera upp á milli í netkosningum fram að næsta föstudag. Spurður að því hvaða áhrif það muni hafa á stjórnmálaástand í Bretlandi, snúi Boris aftur svo skömmu eftir afsögn segir Baldur að óöld innan Íhaldsflokksins myndi áfram ríkja. „Núna bara fyrir nokkrum mínútum lýsti William Hague, fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, því yfir að það yrði hreinn hryllingur ef að Boris Johnson yrði aftur leiðtogi og forsætisráðherra. Það mætti bara alls ekki gerast fyrir land og þjóð,“ segir Baldur. Boris muni ekki sameina flokkinn og halda áfram sömu braut og Liz Truss hafi verið komin á, á endanum með ríkisfjármálin. Varðandi fylgi flokksins, sem hefur hrunið algjörlega hrunið á síðustu vikum, telur Baldur ómögulegt að segja til um hvernig það muni þróast en ljóst sé að erfitt muni reynast að endurheimta traust kjósenda vegna efnahagsstefnunnar. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, fór einnig gaumgæfilega yfir stjórnmálaástand Breta í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Bretland Mest lesið Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Innlent „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira