Meint íslenskt óveður reynst dýrkeypt fyrir Vueling Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 10:00 Veður geta verið válynd á Íslandi en kannski ekki jafn oft og spænska flugfélagið Vueling virðist halda fram. Vísir/Vilhelm Spænska flugfélagið Vueling hefur þurft að greiða um sjötíu farþegum flugfélagsins samtals rúmlega fimm milljónir króna í skaðabætur vegna flugferða á vegum félagsins sem var ýmist seinkað eða aflýst vegna veðurs hér á landi. Í öllum tilvikum var það metið svo að veðrið hafi ekki átt að hafa áhrif á ferðir félagsins. Þetta má lesa úr fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu það sem af er ári. Í þeim málum hefur flugfélagið alltaf vísað til óviðráðanlegra aðstæðna sem ástæðu seinkunar eða aflýsingar. Úrskurðirnar varpa hins vegar í sumum tilvikum ljósi á að ekki hafi verið hægt að kenna íslensku veðri um vandræði Vueling. Nærri helmingur mála tengist Vueling Lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur til Keflavíkur frá Barselóna á Spáni. Félagið hefur flogið hingað til lands um árabil. Ef marka má úrskurði Samgöngustofu í málum tengdum Vueling telur flugfélagið sig hins vegar hafa lent í töluverðum vandræðum með íslenskt veður það sem af er ári. Vél Vueling að lenda á flugvellinum í Barselona.Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images) Af þeim 116 málum sem Samgöngustofa hefur fengið inn á sitt borð og úrskurðað í á þessu ári tengjast fimmtíu, eða tæplega helmingur, Vueling og niðurfellingu eða seinkunum flugfélagins á flugferðum spænska flugfélagins. Réttur neytenda sterkur Vegna Evrópureglugerða er réttur neytenda þegar kemur að aflýsingu eða seinkunum á flugferðum innan EES-svæðisins sterkur. Rétturinn er mismunandi eftir því hvort að flugi er seinkað eða því aflýst. Fer það eftir hversu mikil seinkunin er, hver vegalengd flugsins er og hversu mikill fyrirvari var á aflýsingu flugsins. Svo lengi sem ástæða aflýsingu eða seinkunar er ekki vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem slæms veðurs, verkfalla eða náttúruhamfara eiga farþegar rétt á bótum, mismunandi eftir lengd flugsins. Hægt er að sækja bæturnar beint til flugfélagsins. Flugfélög geta þó hafnað bótaskyldu ef ástæða seinkunar eða aflýsingar er vegna áðurnefndra óviðráðanlegra aðstæðna. Farþegar á Keflavíkurflugvelli. Neytendaréttur farþega er sterkur þegar kemur að seinkunum eða aflýsingu flugferða svo lengi sem ákveðin skilyrði eru uppfyllt.Vísir/Vilhelm Neiti flugfélagið að greiða bæturnar er hægt að kæra þá niðurstöðu til Samgöngustofu, sem úrskurðar í málunum hér á landi. Það er einmitt það sem alls níutíu farþegar Vueling hafa gert það sem af er ári vegna seinkana eða aflýsingu á flugi félagsins. Vísa ávallt í slæmar veðuraðstæður Í þeim málum sem komið hafa til kasta Samgöngustofu á árinu tengd Vueling hefur félagið alltaf vísað í að slæmt veður hafi verið orsakavaldur seinkunar eða aflýsingu og því sé flugfélagið ekki bótaskylt. Og félagið hefur haft rétt fyrir sér í nokkrum tilvikum. Í kvörtunum vegna flugs sem aflýst var eða seinkað þann 3. janúar, 31. janúar, 7. febrúar, 14. mars og 17. mars og 25. mars mat Samgöngustofa það svo að veðrið hafi verið nægilega slæmt hér á landi að réttlætanlegt hafi verið að fresta eða aflýsa fluginu. Fengu þeir því farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu vegna þessara ferða engar bætur. Flugvél Vueling í flugtaki.David Ramos/Getty Images Öðrum farþegum Vueling sem kvartað hafa til Samgöngustofu vegna neitunar Vueling hefur þó tekist að sækja alls 37.600 evrur í bætur það sem af er ári, um 5,3 milljónir króna samtals, vegna ferða það sem það var metið af sérfræðingum Samgöngustofu að höfnun Vueling á skaðabótum vegna íslensks veðurs væri óforsvaranleg. Stundum þeir einu sem aflýsa Ballið byrjaði með flugferð Vueling þann 14. febrúar frá Keflavík til Barselóna. Þeirri ferð var aflýst tvö daga í röð með þeim rökum að slæmt veður hafi hindrað för Vueling. Þetta sættu sextán farþegar sem áttu bókað sæti með Vueling ekki sig við. Kvörtuðu þeir til Samgöngustofu eftir höfnun Vueling. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málunum segir meðal annars að vissulega hafi verið slæmt veður þann 14. febrúar. „Veðrið í Keflavík var samt ekki þannig að það hefði átt að stoppa flug. Sé ekki betur en að þeir hafi verið þeir einu sem aflýstu. Veðurspáin, frá kl. 13 er veðrið í lagi, eftir kl. 15 er það orðið ansi hvasst, en samt vel innan marka vélarinnar,“ kemur fram í svörum flugrekstrarsérfræðings Samgöngustofu. Farþega á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Varðandi þann 15. febrúar segir að mögulega hafi slæmt veður á Akureyri og Egilsstöðum hindrað löglegt varaplan, en á þessum stöðum eru flugvellir sem nýttir eru sem varaflugvellir. „Í þessu tilfelli sé ég ekki neitt í veðurspá né raunveðri sem hefði stoppað flug á þessum degi í Keflavík. Hins vegar var ekki sérstakt veður á Egilstöðum né Akureyri þennan dag og þeir hafa mögulega ekki getað gert löglegt flugplan á Keflavík með varavelli á Íslandi.“ Komst Samgöngustofa að þeirri niðurstöðu að hver einn og farþegi sem kvartaði hafi átt rétt á 400 evrum, tæpar 60 þúsund krónu á gengi dagsins í dag, í staðlaðar bætur fyrir bæði flugin, samtals 800 evrur, þann 14. og 15. febrúar, þar sem aflýsingarástæða Vueling um slæmt veður hafi ekki haldið vatni. Hjólahópurinn sem festist í Barselóna Svipaða sögu er að segja af áætlunarflugi Vueling til Barselóna mánuði síðar. Alls kvörtuðu nítján farþegar yfir því að Vueling hafi neitað að greiða bætur vegna ferðar sem átti að vera farin 14. mars. Henni var aflýst vegna veðurs og það sama má segja um ferðir næstu þriggja daga. Farþegar komust að lokum leiðar sinnar þann 18. mars. Í svörum Vueling til farþegana kemur fram að djúpgreining Vueling hafi leitt í ljós að slæmt veður dagana 14. til 17. mars hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að fljúga til Barselóna. Var bótakröfum farþeganna því hafnað á þeim grundvelli að um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið um að ræða. Farþegarnir sættu sig hins vegar ekki við það og kvörtuðu til Samgöngustofu. Lesa má úr úrskurðum stofnunarinnar í málunum tengdum þessum dagsetningum að veður hafi verið slæmt dagana 14. og 17. mars. Aðra sögu er að segja um dagana 15. og 16. mars. Vueling flýgur á milli Keflavíkurflugvallar og Barselóna á Spáni.Vísir/Vilhelm Í svari sérfræðings flugrekstardeildar SGS vegna aflýsinga á flugum nr. VY8561 þann 15. og 16. mars kom fram að veðrið hafi verið fínt, bæði í KEF og varaflugvöllum og það hefði vel verið hægt að fljúga. Niðurstaða Samgöngustofu var því að Vueling bæri að greiða farþegunum sem kvörtuðu, í þessu tilviki 25, 400 evrur í bætur. Vandræði tengdum þessu dagsetningum rötuðu reyndar í íslenskar fréttir á sínum tíma. Frestanirnar höfðu áhrif á fimtán manna hóp íslenskra hjólreiðakvenna sem festust í Barselóna sökum þess að Vueling flaug ekki frá Íslandi umrædda daga. Í fréttum af málinu kom fram að afar fátt hafi verið um svör hjá Vueling vegna ítrekaðra aflýsinga á fluginu heim til Íslands. Hópurinn kom sér að lokum til Íslands eftir öðrum leiðum og vandaði Vueling ekki kveðjurnar í viðtali á Vísi í mars síðastliðnum. „Það var ekkert að veðrinu 4. apríl“ Nokkrum vikum síðar, þann 4. apríl síðastliðinn, aflýsti Vueling aftur flugi frá Keflavík. Enn á ný var vísað til þess að slæmt veður hafi hamlað för félagsins frá Íslandi og bótakröfu þeirra sem vildu sækja bætur hafnað. Lesa má úr úrskurðunum að í einhverjum tilfellum fylgjast neytendur vel með. Í einni kvörtun í tengslum við flugið 4. apríl er tekið fram í kvörtuninni að svo virðist sem að Vueling hafi verið eina félagið sem hafi aflýst ferðum þann daginn. Sem fyrr leitaði Samgöngustofua til sérfræðings stofnunarinnar til að meta hvort að veðuraðstæður umræddan dag hafi verið þeim hætti að forsvaranlegt hafi verið að fresta fluginu. Svar hans, sem vísað er til í kvörtununum er stutt og laggott: Það var ekkert að veðrinu 4. apríl. Hvorki í Keflavík né á varaflugvöllum. Þurfti Vueling því að greiða farþegunum sem kvörtuðu, í þessu tilviku voru þeir sjö, 400 evrur í bætur. Sakaðir um að blokka farþega sem reyndu að sækja réttindi Í síðustu viku féllu svo þrettán úrskurðir tengdir Vueling og fimmtán seinkum flugfélagins á ferð frá Keflavík til Barselóna þann 27. júní síðastliðinn. Þar kvörtuðu átján farþegar yfir seinkuninni. Svörin sem Vueling gaf farþegunum þegar þeir sóttust eftir stöðluðum bótum fyrir seinkunina voru á sömu leið og í tilvikunum sem fjallað var um hér að ofan. Slæmar veðuraðstæður hafi hamlað för félagsins og verið ástæða seinkunarinnar. Farþegarnir sættu sig ekki við þetta og kvörtuðu til Samgöngustofu. Í nokkrum úrskurðum má aftur lesa að neytendur hafi ekki keypt þessa skýringu Vueling þar sem stöðug flugumferð hafi verið á Keflavíkurflugvelli umræddan dag, þrátt fyrir hinar meintu slæmu veðuraðstæður. Óveður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Á sama tíma og hópurinn hefði átt að lenda var stöðug flugumferð á flugvellinum, bæði fyrir og eftir og því tel ég að fluginu hafi ekki verið aflýst af þeim sökum og er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið gefin upp raunveruleg ástæða fyrir því að flugið var fellt niður,“ skrifar einn farþegi sem var hluti af hóp sem hafði bókað far með Vueling umræddan dag. Enn á ný var leitað til flugrekstrarsérfræðing Samgöngustofa til að leggja mat á hinar meintu veðuraðstæður. Í svari sérfræðings flugrekstardeildar SGS kom fram að ekkert var að veðrinu á áætluðum brottfaratíma flugs kvartanda frá Keflavík eða á áætluðum komutíma fyrra flugs sömu vélar frá Barselóna til Keflavíkur þann 27. júní 2022. Var Vueling því skikkað til að greiða þeim sem kvörtuðu 400 evrur í bætur. Náðu sambandi eftir Krýsuvíkurleið Nokkrir úrskurðir varðandi þessa dagsetningu varpa einnig ljósi á að erfitt virðist vera að ná sambandi við spænska flugfélagið til að sækja það sem farþegar eiga rétt á þegar flugi er seinkað eða því aflýst. Til að mynda eiga farþegar rétt á mat, drykk og gistingu ef því er að skipta. Í einum úrskurði má lesa hversu erfiðlega gekk að hafa samband við Vueling til að sækja þessi réttindi „Allir sem tengdust hópunum reyndu að senda skilaboð (með ýmsum leiðum) voru blokkuð á miðlum (tölvupósti og símtölum). Það var einskær lukka að einn í hópunum þekkti mann sem þekkti mann sem gat reddað símanúmeri innan fyrirtækisins. Við fengum því það sem okkur bar, gistingu og mat en þurftum að hafa mikið fyrir því að ná fram réttindum okkar, og væntum þess að málið verði leitt til lykta og frekari réttindum okkar verði mætt.“ Sem fyrr segir hefur félagið það sem af er ári neyðst til að greiða alls 69 farþegum staðlaðar bætur, samtals 37.600 evrur, í tilvikum þar sem félagið hefur hafnað því að greiða slíkar bætur vegna slæms veðurs, án þess slíkar skýringar hafi haldið vatni að mati Samgöngustofu. Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. 17. mars 2022 18:46 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta má lesa úr fjölda úrskurða Samgöngustofu sem fallið hafa gegn spænska flugfélaginu það sem af er ári. Í þeim málum hefur flugfélagið alltaf vísað til óviðráðanlegra aðstæðna sem ástæðu seinkunar eða aflýsingar. Úrskurðirnar varpa hins vegar í sumum tilvikum ljósi á að ekki hafi verið hægt að kenna íslensku veðri um vandræði Vueling. Nærri helmingur mála tengist Vueling Lággjaldaflugfélagið Vueling flýgur til Keflavíkur frá Barselóna á Spáni. Félagið hefur flogið hingað til lands um árabil. Ef marka má úrskurði Samgöngustofu í málum tengdum Vueling telur flugfélagið sig hins vegar hafa lent í töluverðum vandræðum með íslenskt veður það sem af er ári. Vél Vueling að lenda á flugvellinum í Barselona.Urbanandsport/NurPhoto via Getty Images) Af þeim 116 málum sem Samgöngustofa hefur fengið inn á sitt borð og úrskurðað í á þessu ári tengjast fimmtíu, eða tæplega helmingur, Vueling og niðurfellingu eða seinkunum flugfélagins á flugferðum spænska flugfélagins. Réttur neytenda sterkur Vegna Evrópureglugerða er réttur neytenda þegar kemur að aflýsingu eða seinkunum á flugferðum innan EES-svæðisins sterkur. Rétturinn er mismunandi eftir því hvort að flugi er seinkað eða því aflýst. Fer það eftir hversu mikil seinkunin er, hver vegalengd flugsins er og hversu mikill fyrirvari var á aflýsingu flugsins. Svo lengi sem ástæða aflýsingu eða seinkunar er ekki vegna óviðráðanlegra aðstæðna, svo sem slæms veðurs, verkfalla eða náttúruhamfara eiga farþegar rétt á bótum, mismunandi eftir lengd flugsins. Hægt er að sækja bæturnar beint til flugfélagsins. Flugfélög geta þó hafnað bótaskyldu ef ástæða seinkunar eða aflýsingar er vegna áðurnefndra óviðráðanlegra aðstæðna. Farþegar á Keflavíkurflugvelli. Neytendaréttur farþega er sterkur þegar kemur að seinkunum eða aflýsingu flugferða svo lengi sem ákveðin skilyrði eru uppfyllt.Vísir/Vilhelm Neiti flugfélagið að greiða bæturnar er hægt að kæra þá niðurstöðu til Samgöngustofu, sem úrskurðar í málunum hér á landi. Það er einmitt það sem alls níutíu farþegar Vueling hafa gert það sem af er ári vegna seinkana eða aflýsingu á flugi félagsins. Vísa ávallt í slæmar veðuraðstæður Í þeim málum sem komið hafa til kasta Samgöngustofu á árinu tengd Vueling hefur félagið alltaf vísað í að slæmt veður hafi verið orsakavaldur seinkunar eða aflýsingu og því sé flugfélagið ekki bótaskylt. Og félagið hefur haft rétt fyrir sér í nokkrum tilvikum. Í kvörtunum vegna flugs sem aflýst var eða seinkað þann 3. janúar, 31. janúar, 7. febrúar, 14. mars og 17. mars og 25. mars mat Samgöngustofa það svo að veðrið hafi verið nægilega slæmt hér á landi að réttlætanlegt hafi verið að fresta eða aflýsa fluginu. Fengu þeir því farþegar sem kvörtuðu til Samgöngustofu vegna þessara ferða engar bætur. Flugvél Vueling í flugtaki.David Ramos/Getty Images Öðrum farþegum Vueling sem kvartað hafa til Samgöngustofu vegna neitunar Vueling hefur þó tekist að sækja alls 37.600 evrur í bætur það sem af er ári, um 5,3 milljónir króna samtals, vegna ferða það sem það var metið af sérfræðingum Samgöngustofu að höfnun Vueling á skaðabótum vegna íslensks veðurs væri óforsvaranleg. Stundum þeir einu sem aflýsa Ballið byrjaði með flugferð Vueling þann 14. febrúar frá Keflavík til Barselóna. Þeirri ferð var aflýst tvö daga í röð með þeim rökum að slæmt veður hafi hindrað för Vueling. Þetta sættu sextán farþegar sem áttu bókað sæti með Vueling ekki sig við. Kvörtuðu þeir til Samgöngustofu eftir höfnun Vueling. Í niðurstöðu Samgöngustofu í málunum segir meðal annars að vissulega hafi verið slæmt veður þann 14. febrúar. „Veðrið í Keflavík var samt ekki þannig að það hefði átt að stoppa flug. Sé ekki betur en að þeir hafi verið þeir einu sem aflýstu. Veðurspáin, frá kl. 13 er veðrið í lagi, eftir kl. 15 er það orðið ansi hvasst, en samt vel innan marka vélarinnar,“ kemur fram í svörum flugrekstrarsérfræðings Samgöngustofu. Farþega á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Varðandi þann 15. febrúar segir að mögulega hafi slæmt veður á Akureyri og Egilsstöðum hindrað löglegt varaplan, en á þessum stöðum eru flugvellir sem nýttir eru sem varaflugvellir. „Í þessu tilfelli sé ég ekki neitt í veðurspá né raunveðri sem hefði stoppað flug á þessum degi í Keflavík. Hins vegar var ekki sérstakt veður á Egilstöðum né Akureyri þennan dag og þeir hafa mögulega ekki getað gert löglegt flugplan á Keflavík með varavelli á Íslandi.“ Komst Samgöngustofa að þeirri niðurstöðu að hver einn og farþegi sem kvartaði hafi átt rétt á 400 evrum, tæpar 60 þúsund krónu á gengi dagsins í dag, í staðlaðar bætur fyrir bæði flugin, samtals 800 evrur, þann 14. og 15. febrúar, þar sem aflýsingarástæða Vueling um slæmt veður hafi ekki haldið vatni. Hjólahópurinn sem festist í Barselóna Svipaða sögu er að segja af áætlunarflugi Vueling til Barselóna mánuði síðar. Alls kvörtuðu nítján farþegar yfir því að Vueling hafi neitað að greiða bætur vegna ferðar sem átti að vera farin 14. mars. Henni var aflýst vegna veðurs og það sama má segja um ferðir næstu þriggja daga. Farþegar komust að lokum leiðar sinnar þann 18. mars. Í svörum Vueling til farþegana kemur fram að djúpgreining Vueling hafi leitt í ljós að slæmt veður dagana 14. til 17. mars hafi komið í veg fyrir að hægt hafi verið að fljúga til Barselóna. Var bótakröfum farþeganna því hafnað á þeim grundvelli að um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið um að ræða. Farþegarnir sættu sig hins vegar ekki við það og kvörtuðu til Samgöngustofu. Lesa má úr úrskurðum stofnunarinnar í málunum tengdum þessum dagsetningum að veður hafi verið slæmt dagana 14. og 17. mars. Aðra sögu er að segja um dagana 15. og 16. mars. Vueling flýgur á milli Keflavíkurflugvallar og Barselóna á Spáni.Vísir/Vilhelm Í svari sérfræðings flugrekstardeildar SGS vegna aflýsinga á flugum nr. VY8561 þann 15. og 16. mars kom fram að veðrið hafi verið fínt, bæði í KEF og varaflugvöllum og það hefði vel verið hægt að fljúga. Niðurstaða Samgöngustofu var því að Vueling bæri að greiða farþegunum sem kvörtuðu, í þessu tilviki 25, 400 evrur í bætur. Vandræði tengdum þessu dagsetningum rötuðu reyndar í íslenskar fréttir á sínum tíma. Frestanirnar höfðu áhrif á fimtán manna hóp íslenskra hjólreiðakvenna sem festust í Barselóna sökum þess að Vueling flaug ekki frá Íslandi umrædda daga. Í fréttum af málinu kom fram að afar fátt hafi verið um svör hjá Vueling vegna ítrekaðra aflýsinga á fluginu heim til Íslands. Hópurinn kom sér að lokum til Íslands eftir öðrum leiðum og vandaði Vueling ekki kveðjurnar í viðtali á Vísi í mars síðastliðnum. „Það var ekkert að veðrinu 4. apríl“ Nokkrum vikum síðar, þann 4. apríl síðastliðinn, aflýsti Vueling aftur flugi frá Keflavík. Enn á ný var vísað til þess að slæmt veður hafi hamlað för félagsins frá Íslandi og bótakröfu þeirra sem vildu sækja bætur hafnað. Lesa má úr úrskurðunum að í einhverjum tilfellum fylgjast neytendur vel með. Í einni kvörtun í tengslum við flugið 4. apríl er tekið fram í kvörtuninni að svo virðist sem að Vueling hafi verið eina félagið sem hafi aflýst ferðum þann daginn. Sem fyrr leitaði Samgöngustofua til sérfræðings stofnunarinnar til að meta hvort að veðuraðstæður umræddan dag hafi verið þeim hætti að forsvaranlegt hafi verið að fresta fluginu. Svar hans, sem vísað er til í kvörtununum er stutt og laggott: Það var ekkert að veðrinu 4. apríl. Hvorki í Keflavík né á varaflugvöllum. Þurfti Vueling því að greiða farþegunum sem kvörtuðu, í þessu tilviku voru þeir sjö, 400 evrur í bætur. Sakaðir um að blokka farþega sem reyndu að sækja réttindi Í síðustu viku féllu svo þrettán úrskurðir tengdir Vueling og fimmtán seinkum flugfélagins á ferð frá Keflavík til Barselóna þann 27. júní síðastliðinn. Þar kvörtuðu átján farþegar yfir seinkuninni. Svörin sem Vueling gaf farþegunum þegar þeir sóttust eftir stöðluðum bótum fyrir seinkunina voru á sömu leið og í tilvikunum sem fjallað var um hér að ofan. Slæmar veðuraðstæður hafi hamlað för félagsins og verið ástæða seinkunarinnar. Farþegarnir sættu sig ekki við þetta og kvörtuðu til Samgöngustofu. Í nokkrum úrskurðum má aftur lesa að neytendur hafi ekki keypt þessa skýringu Vueling þar sem stöðug flugumferð hafi verið á Keflavíkurflugvelli umræddan dag, þrátt fyrir hinar meintu slæmu veðuraðstæður. Óveður í Reykjavík.Vísir/Vilhelm „Á sama tíma og hópurinn hefði átt að lenda var stöðug flugumferð á flugvellinum, bæði fyrir og eftir og því tel ég að fluginu hafi ekki verið aflýst af þeim sökum og er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið gefin upp raunveruleg ástæða fyrir því að flugið var fellt niður,“ skrifar einn farþegi sem var hluti af hóp sem hafði bókað far með Vueling umræddan dag. Enn á ný var leitað til flugrekstrarsérfræðing Samgöngustofa til að leggja mat á hinar meintu veðuraðstæður. Í svari sérfræðings flugrekstardeildar SGS kom fram að ekkert var að veðrinu á áætluðum brottfaratíma flugs kvartanda frá Keflavík eða á áætluðum komutíma fyrra flugs sömu vélar frá Barselóna til Keflavíkur þann 27. júní 2022. Var Vueling því skikkað til að greiða þeim sem kvörtuðu 400 evrur í bætur. Náðu sambandi eftir Krýsuvíkurleið Nokkrir úrskurðir varðandi þessa dagsetningu varpa einnig ljósi á að erfitt virðist vera að ná sambandi við spænska flugfélagið til að sækja það sem farþegar eiga rétt á þegar flugi er seinkað eða því aflýst. Til að mynda eiga farþegar rétt á mat, drykk og gistingu ef því er að skipta. Í einum úrskurði má lesa hversu erfiðlega gekk að hafa samband við Vueling til að sækja þessi réttindi „Allir sem tengdust hópunum reyndu að senda skilaboð (með ýmsum leiðum) voru blokkuð á miðlum (tölvupósti og símtölum). Það var einskær lukka að einn í hópunum þekkti mann sem þekkti mann sem gat reddað símanúmeri innan fyrirtækisins. Við fengum því það sem okkur bar, gistingu og mat en þurftum að hafa mikið fyrir því að ná fram réttindum okkar, og væntum þess að málið verði leitt til lykta og frekari réttindum okkar verði mætt.“ Sem fyrr segir hefur félagið það sem af er ári neyðst til að greiða alls 69 farþegum staðlaðar bætur, samtals 37.600 evrur, í tilvikum þar sem félagið hefur hafnað því að greiða slíkar bætur vegna slæms veðurs, án þess slíkar skýringar hafi haldið vatni að mati Samgöngustofu.
Neytendur Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. 17. mars 2022 18:46 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Loks á heimleið eftir langa bið og flutning á hræðilegt hótel Fimmtán kvenna hópur sem lagði af stað í hjólaferð til Spánar fyrir tæpum tveimur vikum segir farir sínar hreint ekki sléttar eftir viðskipti við flugfélagið Vueling. Hópurinn átti að koma heim til Íslands síðasta mánudag en flugi þeirra var ítrekað frestað vegna veðurs. Steininn tók síðan úr í dag þegar flugfélagið flutti hópinn á hótel í skötulíki, mun fjær flugvellinum en hótelið sem hann hafði dvalið á fyrir. 17. mars 2022 18:46