Sunak staðfestir framboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2022 10:21 Rishi Sunak vill verða forsætisráðherra Bretlands. Peter Summers/Getty Images) Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur formlega tilkynnt að hann muni bjóða sig fram í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins. Hann sækist þar með eftir því að verða næsti forsætisráðherra Bretlands. Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Sunak tilkynnti um ákvörðunina á Twitter í morgun. Fastlega hafði verið gert ráð fyrir því að Sunak myndi bjóða sig fram. Talning BBC hefur gefið til kynna að hann hafi verið fyrstur til að tryggja sér stuðning yfir 100 þingmanna Íhaldsflokksins, sem er sá þröskuldur sem þarf að yfirstíga til að geta boðið sig fram. Framboð Sunak þýðir að tveir frambjóðendur hafa formlega tilkynnt um framboð. Hinn er Penny Mordaunt, leiðtoga neðri deildar breska þingsins. Boris Johnson, sem sagði af sér sem leiðtogi flokksins og forsætisráðherra í sumar er einnig sagður íhuga framboð. Í færslu á Twitter segir Sunak að hann vilji fyrst og fremst einbeita sér að efnahagsmálum þar sem laga þurfi efnahag Bretlands. Þá sé mikilvægt að sameina Íhaldsflokkinn og ná árangri fyrir landsmenn. The United Kingdom is a great country but we face a profound economic crisis.That’s why I am standing to be Leader of the Conservative Party and your next Prime Minister. I want to fix our economy, unite our Party and deliver for our country. pic.twitter.com/BppG9CytAK— Rishi Sunak (@RishiSunak) October 23, 2022 Frestur til að bjóða sig fram rennur út síðdegis á morgun. Sem fyrr segir geta þeir aðeins boðið sig fram sem geta sýnt fram á stuðning eitt hundrað af þeim 357 þingmönnum sem sitja á þingi fyrir Íhaldsflokkinn. Það þýðir að hámarki þrír geta boðið sig fram. Leiðtogakjörið fer fram í vikunni en sá sem ber sigur úr bítum þar mun taka við Liz Truss sem forsætisráðherra. Hún sagði af sér í síðustu viku eftir afar stutta forsætisráðherratíð, þá stystu í sögu Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Leynilegur fundur Johnson og Sunak Frestur til að gefa kost á sér sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins nálgast óðfluga. Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Rishi Sunak, sem nýtur mesta fylgis þingliðs Íhaldsflokksins, eru sagðir leggja á ráðin um leiðtogakjör flokksins. 23. október 2022 00:02