„Ég er að skila skömminni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2022 07:00 Páll Örn Líndal sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotið rifjaðist upp áratugum síðar. Vísir/Egill Maður sem varð fyrir alvarlegu kynferðisofbeldi sem barn segir að veröldin hafi hrunið þegar brotin rifjuðust upp áratugum síðar. Réttarsálfræðingur segir þetta vel þekkt. Gríðarlega mikilvægt sé að vinna úr slíkum áföllum um leið og þau koma upp. Páll Örn Líndal kærði á síðasta ári, annan mann fyrir gróft kynferðisbrot gegn sér þegar hann var níu til þrettán ára og meintur gerandi á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Málið er fyrnt og þá var meintur gerandi sjálfur barn á aldri og því ekki sakhæfur. Tvær konur kærðu sama mann á svipuðum tíma fyrir kynferðisbrot sem stóðu yfir um árabil gagnvart þeim þegar þær voru börn en þá var meintur gerandi fullorðinn. Brotin gegn konunum eru líka fyrnd. Páll Örn hafði lifað með brotunum gagnvart sér fjörutíu árum síðar og lét ekki sálu vita, þegar þau brutust skyndilega fram fyrir tveimur árum. „Ég var í vinnuferð út á landi og við félagi minn erum að keyra um ákveðinn sveitaveg þegar hann segir mér sögu af tveimur konum sem hann kannaðist við, sem höfðu verið misnotaðar þegar þær voru börn. Þetta var á þeim slóðum þar sem ég var fæddur og uppalinn. Það opnast við þetta gáttir, heilinn er furðulegt fyrirbæri. Það brast einhver stífla og það rifjast upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég var misnotaður af sama aðila og stelpurnar. Það flæddi yfir það sem hann hafði gert við mig á aldrinum níu til þrettán ára. Þessu lýkur ekki fyrr en í apríl 1983. Þá einhvern veginn braust ég frá þessu og labbaði nokkra kílómetra í kulda og snjó frá þessum bæ heim þar sem hann braut á mér og heim til mín. Þar með skildi ég við þetta, í langan tíma,“ segir Páll. Við tók hræðilegt tímabil Páll segir að líðan sína hafa verið hræðilega eftir að málið kom upp en hann reyndi að halda öllum boltum á lofti. „Þetta verður bara svona endurupplifun, þú upplifir þetta allt aftur. Ég var bara í þessu og hugsaði um þetta daginn út og daginn inn. Svo fer ég í sumarfrí þarna í ágúst og kom svo ekkert til baka í vinnuna því ég var gjörsamlega bugaður,“ segir hann. Páll hefur velt fyrir sér af hverju þetta kom ekki fyrr upp. „Bara skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma og ég er ekki að ásaka neinn um eitt né neitt en ég held að þetta hefði verið afgreitt eins og hvert annað mál á þessum tíma hefði ég stigið fram í því þjóðfélagi sem þá var,“ segir hann. Það sem er erfiðast Hann hefur líka burðast með sektarkennd. „Það sem er erfiðast fyrir mig er að ef ég hefði sagt frá þessu á sínum tíma þá hefðu konurnar kannski sloppið og fleiri sem lentu í sama manni. Ég held að það séu miklu fleiri heldur en þær og ég. Ég hefði kannski getað komið í veg fyrir það hefði ég sagt fyrr frá,“ segir hann sorgmæddur. Páll tók sér svo veikindafrí í sex mánuði og lét allra nánustu ættingja sína vita af málinu. „Þegar ég ákvað að kæra í ferlinu var mér sagt að þetta væri mjög líkleg fyrnt en það sem við áttuðum okkur ekki á er að það eru bara tvö ár á milli okkar þannig að það er bæði fyrning og hann var það ungur sjálfur að hann var ekki sakhæfur,“ segir hann. Hann ákveður hins vegar að kæra eftir ráðgjöf frá lögreglumanni og gerir það hjá Lögregluembættinu hjá Norðurlandi eystra í desember í fyrra. Vildi ekki gefast upp „Tíunda janúar kemur svar að þetta sé fyrnt og hafi verið látið niður falla. Sem ég átti von á, en ekki von á. Ég gafst ekki upp, vildi ekki gefast upp. Þar sem gerandinn er á lífi þá getur hann verið að misnota einhvern núna og ég vil að hann fái hjálp því þetta er veikur einstaklingur sem þarf að stöðva,“ segir hann. Páll hafði því samband við konurnar sem hann hafði heyrt um hefðu líka lent í sama manni. Þær kæra líka í framhaldinu en í þeirra kæru kemur fram að meintur gerandi brýtur á þeim þegar þær eru börn og hann er fullorðinn. Þau mál reynast líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi kunni enn þá að vera að brjóta gagnvart börnum. „Hann er að mínu mati mjög veikur og hættulegur. Ég held að það þurfi bara, ég ætla ekki að gerast dómar en ég held að það séu mjög miklar líkur á að ef viðkomandi hefur tækifæri á að brjóta aftur af sér þá geri hann það,“ segir Páll. Aðspurður um hvers vegna hann ákveði núna að stíga fram og segja frá þessu svarar Páll. „Ég er að skila skömminni. Ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja til þessa máls eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila þeirri skömm og létta á sálinni. Ég held að þeir sem lenda í svona og ætla að taka það með sér í gröfina eins og ég ætlaði að gera, séu á miklum villigötum því það er ekki mögulegt. Annað hvort brýst þetta fram eins og hjá mér núna eða bara seinna í lífinu. Ég hef sem betur fer fengið góða hjálp með frábærum sálfræðing og er farinn að vinna aftur en þetta er ennþá að hafa mikil áhrif á mig. Ég hef líka verið spurður að þessu hvers vegna ertu að standa í þessu. Svarið er. Af því að ég hef trú á því að réttlætið sigri á endanum,“ segir Páll. Þekkt leið til að takast á við áföll Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segist þekkja mörg tilvik þar sem fólk hefur sett áföll til hliðar en við ákveðinn atburð ryðjist áfallið fram og hafi þá gríðarleg áhrif. „Þetta er vissulega þekkt leið til að takast á við áföll. Sérstaklega áföll sem eiga sér stað í æsku en síðar meir geta þau alltaf komið upp ef maður vinnur ekki úr þeim og þá er eitthvað sem að kallar þær fram. Maður veit alltaf af þeim, þær eru ekki horfnar heldur meira það að minningarnar eru sett í tiltekna skúffu og æða svo fram síðar meir og geta þá þau valdið töluverðu hugarangri. Þess vegna er afar mikilvægt að leita til sérfræðinga þegar fólk lendir í áföllum,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti haft heilandi áhrif á þolendur ofbeldis að kæra.Vísir/Bjarni Ólafur segir eðlilegt að þeir sem verði fyrir kynferðisafbrotum séu áhyggjufullir af meintum gerendum séu mál fyrnd. Það þurfi þó ekki að þýða að meintir gerendur sleppi alveg. „Það er eðlilegt að hafa slíkar áhyggjur, við höfum öll áhyggjur af kynferðisbrotum og við höfum áhyggjur af því að brotin muni gerast aftur og aftur. Ég held hins vegar að við getum aldrei vitað hvort einhver haldi áfram að brjóta af sér. Almennt er þessi afbrotahegðun þannig að hún hefst á unglingsárum og fer svo snögglega niður um 25 ára aldur. Langstærsti hluti kynferðisafbrotamanna hættir að brjóta af sér um 25 ára aldur. Þá er vert að benda á að þegar fólk kærir meinta gerendur til lögreglu og viðkomandi er boðaður í skýrslutöku þá er það að sjálfsögðu mjög alvarlegt og fyrir viðkomandi meintan geranda það er ekki léttvægt og getur haft þau áhrif að hann hverfi frá slíkri hegðun,“ segir Ólafur. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann 23. október 2022 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Páll Örn Líndal kærði á síðasta ári, annan mann fyrir gróft kynferðisbrot gegn sér þegar hann var níu til þrettán ára og meintur gerandi á aldrinum ellefu til fimmtán ára. Málið er fyrnt og þá var meintur gerandi sjálfur barn á aldri og því ekki sakhæfur. Tvær konur kærðu sama mann á svipuðum tíma fyrir kynferðisbrot sem stóðu yfir um árabil gagnvart þeim þegar þær voru börn en þá var meintur gerandi fullorðinn. Brotin gegn konunum eru líka fyrnd. Páll Örn hafði lifað með brotunum gagnvart sér fjörutíu árum síðar og lét ekki sálu vita, þegar þau brutust skyndilega fram fyrir tveimur árum. „Ég var í vinnuferð út á landi og við félagi minn erum að keyra um ákveðinn sveitaveg þegar hann segir mér sögu af tveimur konum sem hann kannaðist við, sem höfðu verið misnotaðar þegar þær voru börn. Þetta var á þeim slóðum þar sem ég var fæddur og uppalinn. Það opnast við þetta gáttir, heilinn er furðulegt fyrirbæri. Það brast einhver stífla og það rifjast upp fyrir mér þegar ég er níu ára og ég var misnotaður af sama aðila og stelpurnar. Það flæddi yfir það sem hann hafði gert við mig á aldrinum níu til þrettán ára. Þessu lýkur ekki fyrr en í apríl 1983. Þá einhvern veginn braust ég frá þessu og labbaði nokkra kílómetra í kulda og snjó frá þessum bæ heim þar sem hann braut á mér og heim til mín. Þar með skildi ég við þetta, í langan tíma,“ segir Páll. Við tók hræðilegt tímabil Páll segir að líðan sína hafa verið hræðilega eftir að málið kom upp en hann reyndi að halda öllum boltum á lofti. „Þetta verður bara svona endurupplifun, þú upplifir þetta allt aftur. Ég var bara í þessu og hugsaði um þetta daginn út og daginn inn. Svo fer ég í sumarfrí þarna í ágúst og kom svo ekkert til baka í vinnuna því ég var gjörsamlega bugaður,“ segir hann. Páll hefur velt fyrir sér af hverju þetta kom ekki fyrr upp. „Bara skömmin og þöggunin. Og tíðarandinn á þessum tíma og ég er ekki að ásaka neinn um eitt né neitt en ég held að þetta hefði verið afgreitt eins og hvert annað mál á þessum tíma hefði ég stigið fram í því þjóðfélagi sem þá var,“ segir hann. Það sem er erfiðast Hann hefur líka burðast með sektarkennd. „Það sem er erfiðast fyrir mig er að ef ég hefði sagt frá þessu á sínum tíma þá hefðu konurnar kannski sloppið og fleiri sem lentu í sama manni. Ég held að það séu miklu fleiri heldur en þær og ég. Ég hefði kannski getað komið í veg fyrir það hefði ég sagt fyrr frá,“ segir hann sorgmæddur. Páll tók sér svo veikindafrí í sex mánuði og lét allra nánustu ættingja sína vita af málinu. „Þegar ég ákvað að kæra í ferlinu var mér sagt að þetta væri mjög líkleg fyrnt en það sem við áttuðum okkur ekki á er að það eru bara tvö ár á milli okkar þannig að það er bæði fyrning og hann var það ungur sjálfur að hann var ekki sakhæfur,“ segir hann. Hann ákveður hins vegar að kæra eftir ráðgjöf frá lögreglumanni og gerir það hjá Lögregluembættinu hjá Norðurlandi eystra í desember í fyrra. Vildi ekki gefast upp „Tíunda janúar kemur svar að þetta sé fyrnt og hafi verið látið niður falla. Sem ég átti von á, en ekki von á. Ég gafst ekki upp, vildi ekki gefast upp. Þar sem gerandinn er á lífi þá getur hann verið að misnota einhvern núna og ég vil að hann fái hjálp því þetta er veikur einstaklingur sem þarf að stöðva,“ segir hann. Páll hafði því samband við konurnar sem hann hafði heyrt um hefðu líka lent í sama manni. Þær kæra líka í framhaldinu en í þeirra kæru kemur fram að meintur gerandi brýtur á þeim þegar þær eru börn og hann er fullorðinn. Þau mál reynast líka fyrnd. Páll hefur áhyggjur af því að meintur gerandi kunni enn þá að vera að brjóta gagnvart börnum. „Hann er að mínu mati mjög veikur og hættulegur. Ég held að það þurfi bara, ég ætla ekki að gerast dómar en ég held að það séu mjög miklar líkur á að ef viðkomandi hefur tækifæri á að brjóta aftur af sér þá geri hann það,“ segir Páll. Aðspurður um hvers vegna hann ákveði núna að stíga fram og segja frá þessu svarar Páll. „Ég er að skila skömminni. Ef það eru fleiri þarna úti sem þekkja til þessa máls eða hafa lent í svipuðu þá hvet ég þá til að skila þeirri skömm og létta á sálinni. Ég held að þeir sem lenda í svona og ætla að taka það með sér í gröfina eins og ég ætlaði að gera, séu á miklum villigötum því það er ekki mögulegt. Annað hvort brýst þetta fram eins og hjá mér núna eða bara seinna í lífinu. Ég hef sem betur fer fengið góða hjálp með frábærum sálfræðing og er farinn að vinna aftur en þetta er ennþá að hafa mikil áhrif á mig. Ég hef líka verið spurður að þessu hvers vegna ertu að standa í þessu. Svarið er. Af því að ég hef trú á því að réttlætið sigri á endanum,“ segir Páll. Þekkt leið til að takast á við áföll Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segist þekkja mörg tilvik þar sem fólk hefur sett áföll til hliðar en við ákveðinn atburð ryðjist áfallið fram og hafi þá gríðarleg áhrif. „Þetta er vissulega þekkt leið til að takast á við áföll. Sérstaklega áföll sem eiga sér stað í æsku en síðar meir geta þau alltaf komið upp ef maður vinnur ekki úr þeim og þá er eitthvað sem að kallar þær fram. Maður veit alltaf af þeim, þær eru ekki horfnar heldur meira það að minningarnar eru sett í tiltekna skúffu og æða svo fram síðar meir og geta þá þau valdið töluverðu hugarangri. Þess vegna er afar mikilvægt að leita til sérfræðinga þegar fólk lendir í áföllum,“ segir Ólafur. Ólafur Örn Bragason réttarsálfræðingur segir að þó brot séu fyrnd geti haft heilandi áhrif á þolendur ofbeldis að kæra.Vísir/Bjarni Ólafur segir eðlilegt að þeir sem verði fyrir kynferðisafbrotum séu áhyggjufullir af meintum gerendum séu mál fyrnd. Það þurfi þó ekki að þýða að meintir gerendur sleppi alveg. „Það er eðlilegt að hafa slíkar áhyggjur, við höfum öll áhyggjur af kynferðisbrotum og við höfum áhyggjur af því að brotin muni gerast aftur og aftur. Ég held hins vegar að við getum aldrei vitað hvort einhver haldi áfram að brjóta af sér. Almennt er þessi afbrotahegðun þannig að hún hefst á unglingsárum og fer svo snögglega niður um 25 ára aldur. Langstærsti hluti kynferðisafbrotamanna hættir að brjóta af sér um 25 ára aldur. Þá er vert að benda á að þegar fólk kærir meinta gerendur til lögreglu og viðkomandi er boðaður í skýrslutöku þá er það að sjálfsögðu mjög alvarlegt og fyrir viðkomandi meintan geranda það er ekki léttvægt og getur haft þau áhrif að hann hverfi frá slíkri hegðun,“ segir Ólafur.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann 23. október 2022 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hefur áhyggjur af því að meintur gerandi sé enn að Maður sem nýverið kærði gróf kynferðisbrot sem hann varð fyrir í æsku finnst erfitt að meintur gerandi þurfi ekki að bera neina ábyrgð þar sem málið er nú fyrnt. Hann hefur áhyggjur af því að maðurinn brjóti enn á börnum, hann sé veikur og hættulegur. Tveir aðrir hafa stigið fram og kært sama mann 23. október 2022 18:30