Hæstiréttur tekur banaslys í Plastgerðarmálinu til meðferðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. október 2022 20:13 Fyrir Landsrétti byggðu yfirmennirnir meðal annars á því að skriflegar vinnu- eða verklagsreglur hefðu ekki haft nein orsakatengsl við slysið og að þær hefðu engu breytt um ákvörðun þess látna að fara inn í vélina. Yfirmennirnir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar sem fallist hefur á að taka málið til efnismeðferðar. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka dóm Landsréttar í Plastgerðarmálinu til meðferðar. Landsréttur staðfesti í júní dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Hæstiréttur telur að dómur réttarins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar. Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þrír yfirmenn Plastgerðarinnar voru sakfelldir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra. Þeir voru taldir ábyrgir fyrir dauða starfsmanns fyrirtækisins sem lést þegar hann klemmdist í vinnuvél. Öryggisbúnaður á frauðpressuvélinni sem maðurinn starfaði við hafði verið gerður óvirkur sem leiddi til þess að hann klemmdist í vélinni við gangsetningu hennar og lést. Landsréttur taldi ljóst að yfirmönnunum hefði verið tilkynnt um að öryggisbúnaður vélarinnar hefði verið aftengdur. Það væri alvarlegt brot út af fyrir sig að halda áfram að nota vélina, þrátt fyrir að búnaðurinn væri aftengdur. Enn fremur hafi yfirmönnunum borið skylda að gefa þriðja yfirmanninum, sem dæmdur var í héraðsdómi en áfrýjaði ekki dóminum, fyrirmæli um að hætta að nota vélina eða tengja öryggisbúnaðinn aftur. Ákvörðun um að gera hvorugt hafi falið í sér alvarlegt brot á skyldum þeirra samkvæmt lögum. Þannig hafi þeir sýnt af sér stórfellt gáleysi. Yfirmennirnir tveir áfrýjuðu dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Í Landsrétti voru þeir dæmdir í þrjátíu daga fangelsi hvor, skilorðbundið í tvö ár, fyrir hlutdeild í manndrápi af gáleysi. Annar yfirmanna vísar til þess í málskotsbeiðni að takmörkuð dómaframkvæmd sé fyrir hendi um refsivert gáleysi framkvæmdastjóra fyrirtækja. Dómur Landsréttar sé í andstöðu við fyrri fordæmi Hæstaréttar sem lúti að gáleysi framkvæmdastjóra. Hann telur einnig að málið hafi verulega þýðingu þegar komi að skýringum á réttarreglum um hlutdeild. Hinn yfirmaðurinn segir málið fordæmisgefandi enda hafi hann verið í lögbundnu orlofi frá störfum. Ekki hafi reynt á slíka refsiábyrgð hér á landi, og meta skuli skyldur starfsmanna hlutlægt, ólíkt því sem Landsréttur hafi gert. Málið hafi einnig þýðingu þegar komi að skýringum á reglum um hlutdeild. Báðir telja þeir dóm Landsréttar bersýnilega rangan. Eins og fyrr segir telur Hæstiréttur að málið kunni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Dómurinn hefur því fallist á að taka málið til efnismeðferðar.
Dómsmál Vinnuslys Tengdar fréttir Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56 Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Dómur yfir yfirmönnum Plastgerðarinnar vegna banaslyss staðfestur Landsréttur staðfesti dóm fyrir manndráp af gáleysi yfir tveimur yfirmönnum Plastgerðar Suðurnesja vegna banaslyss sem varð á vinnustaðnum sumarið 2017. Þeir voru einnig sakfelldir fyrir brot á lögum um öryggi á vinnustað sem rétturinn taldi ófyrnd. 16. júní 2022 18:56
Banaslysið í Plastgerðinni: Þrír yfirmenn dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því Þrír yfirmenn hjá Plastgerð Suðurnesja hafa verið dæmdir fyrir manndráp af gáleysi eða hlutdeild í því í júlí 2017 þegar undirmaður þeirra klemmdist í vinnuvél og dó í kjölfarið. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm sinn í dag. Dómurinn leit til þess að starfsmaðurinn hefði verið undir áhrifum fíkniefna og lyfja þegar slysið varð. 7. maí 2021 16:29