Útvarpsstöð í Rúanda Atli Þór Fanndal skrifar 25. október 2022 13:30 Í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag var álitsgjafi sem ítrekað tók það fram að hann væri alls enginn rasisti en að „lögreglumenn hafi sagt sér að töluverður hluti af því fólki sem hefur verið að koma frá Venesúela tali ekki þarlent tungumál og þurfi arabískan túlk.“ Hann, þessi líka góðhjartaði maður sem er sko enginn ekki rasisti sagði ábúðarfullur að hann væri svo sannarlega ekki að gagnrýna þetta fólk fyrir að vilja koma til draumaríkisins og „ég skil vel að þetta fólk sé að leita að betra lífi.“ Það sem veldur þessum ekki rasista áhyggjum er að fólk sé að redda sér „vegabréf, væntanlega frá einhverjum glæpamilliliðum sem hafa tekið af þeim aleiguna til þess að koma þeim í meira frelsi.“ Auðvitað vill hann hjálpa fólki en „við verðum samt að átta [okkur] á að við getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa hjálp.“ Við erum jú bara örfá og „það eru margar milljónir frá allskonar löndum.“ Hér tók hann auðvitað sérstaklega fram að „það er ekki rasismi að segja það sem blasir við.“ Mannúðarvinurinn hefur nefnilega áhyggjur af því að „við erum með yfirfulla bráðadeild á Landspítalanum, gamla fólkið okkar kemst ekki í aðgerðir.“ Því næst spurði hann af ábyrgð; „Ætlum við að vera í stjórnleysi!!!??! Ein þjóða Evrópu!“ Þegar hann var svo spurður hvers vegna hann væri að bera það á borð að hælisleitendur væru að valda hruni stofnana almennings þá vildi hann ekki kannast við það. Hann er jú enginn rasisti og vill taka vel á móti þeim sem hingað koma. Bent á að Rauði krossinn hafi mótmælt þessum hugmyndum stóð ekki á svari. „Rauði krossinn þyrfti líka að velta fyrir fyrir sér hver staða aldraðs fólks á Íslandi; erum við að sinna því nægilega vel. Af hverju eru íslensk börn í mörg ár að bíða eftir greiningu og þjónustu í heilbrigðiskerfinu?“ Hann vildi þó ekki kannast við að vera gera hælisleitendur ábyrga fyrir hruni samfélagsstofnana. Alls ekki! Enda enginn rasisti. Þetta var borið á borð sem staðreyndabundin umræða af Ríkisútvarpinu. Það var sem betur fer einn gestur sem lýsti tilgangi þessa ummæla og andmælti þessum áróðri. „Það sem þú ert að gera er að bera það á borð að fólk sem er að leita sér að hæli sé að brjóta niður þjónustu gagnvart öldruðum og börnum,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann fékk reyndar skammir fyrir ómálefnalegheit frá þingkonu Sjálfstæðisflokksins Bryndísi Haraldsdóttur sem telur vanda umræðunnar fyrst og fremst felast í gagnrýni á verk Sjálfstæðisflokksins. Slík umræða flokki fólk fólk í góða fólkið og vonda fólkið. Þingkonan á þar ekki við að ómanneskjulegt sé að tala um þá sem hingað leita með þessum hætti. Nei, nei, því er hvíslað innan úr lögreglunni að einhverjir með vegabréf frá Venesúela tali arabísku! Og út frá því má auðvitað álykta að um sé að ræða fólk sem kom hingað á fölskum forsendum en lét ekki framhjá sér fara tækifærið til að ausa fé til glæpamanna. Það hefur allavega ekkert með það að gera að í Venesúela er risastórt arabískumælandi samfélag og sömuleiðis reyndar stór hópur fólks frá Venesúela í Sýrlandi með tvöfaldan ríkisborgararétt. Við meigum ekki láta svona smáatriði þvæla málinu. Það er hvíslað í lögreglunni! Við verðum að þora að fjalla um stóru málin. Það að anda gagnrýni að Sjálfstæðisflokknum er vandinn. Slík umræða flokkar fólk í gott og vont. Það segir hún Bryndís og hún er nýkomin úr námsferð til Danmörku og Noregs og þar er fólk stolt af brottvísinum. En í alveg ótengdum fréttum hefur Sjálfstæðisflokkurinn blásið til landsfundar eftir nokkra daga. Sá fundur er haldinn í skjóli fjárlaga sem sækja alls ekki fram, eru í gríðarlegum halla, halda áfram að veikja tekjustofna ríkissjóðs og þrengja að stofnunum samfélagsins. Íbúðarlánasjóðshneykslis þar sem flokkurinn fer með alla þræði; skapaði vandann, hunsaði rannsóknarnefnd um sjóðinn og gerði ekkert árum saman þrátt fyrir milljarða tap hvern mánuð. Ekki missa svefn yfir þessu því strákarnir eru samt með lausn; tapinu verður bara skellt á lífeyrissjóðina. Skoðanakannanir sýna að stjórnin er fallin. Formaður flokksins hefur minna traust meðal kjósenda en Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka er að detta í hús. Skera á niður til Útlendingamála á næsta ári þrátt fyrir að það sé víst algjört neyðarástand í gangi sem ógni samfélaginu og keyri upp biðraðir barna og gamalmenna. Já og svo er aðhaldskrafa er á löggæslu þrátt fyrir að mannaflsþörf löggæslu hafi ekki verið mætt árum saman. Já, og svo átti nú að skipta út dómsmálaráðherra. Ætli honum langi sérstaklega að víkja? En við verðum auðvitað að hafa þor til að sitja undir og klappa þegar Sjálfstæðisflokkurinn vill segja okkur frá því hvernig fólk í leit að vernd er að kaffæra þetta samfélag. Enga tilfinningasemi á meðan flokkurinn okkar háir stríð gegn mannúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Atli Þór Fanndal Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í Silfrinu á RÚV síðastliðinn sunnudag var álitsgjafi sem ítrekað tók það fram að hann væri alls enginn rasisti en að „lögreglumenn hafi sagt sér að töluverður hluti af því fólki sem hefur verið að koma frá Venesúela tali ekki þarlent tungumál og þurfi arabískan túlk.“ Hann, þessi líka góðhjartaði maður sem er sko enginn ekki rasisti sagði ábúðarfullur að hann væri svo sannarlega ekki að gagnrýna þetta fólk fyrir að vilja koma til draumaríkisins og „ég skil vel að þetta fólk sé að leita að betra lífi.“ Það sem veldur þessum ekki rasista áhyggjum er að fólk sé að redda sér „vegabréf, væntanlega frá einhverjum glæpamilliliðum sem hafa tekið af þeim aleiguna til þess að koma þeim í meira frelsi.“ Auðvitað vill hann hjálpa fólki en „við verðum samt að átta [okkur] á að við getum ekki tekið á móti öllum sem þurfa hjálp.“ Við erum jú bara örfá og „það eru margar milljónir frá allskonar löndum.“ Hér tók hann auðvitað sérstaklega fram að „það er ekki rasismi að segja það sem blasir við.“ Mannúðarvinurinn hefur nefnilega áhyggjur af því að „við erum með yfirfulla bráðadeild á Landspítalanum, gamla fólkið okkar kemst ekki í aðgerðir.“ Því næst spurði hann af ábyrgð; „Ætlum við að vera í stjórnleysi!!!??! Ein þjóða Evrópu!“ Þegar hann var svo spurður hvers vegna hann væri að bera það á borð að hælisleitendur væru að valda hruni stofnana almennings þá vildi hann ekki kannast við það. Hann er jú enginn rasisti og vill taka vel á móti þeim sem hingað koma. Bent á að Rauði krossinn hafi mótmælt þessum hugmyndum stóð ekki á svari. „Rauði krossinn þyrfti líka að velta fyrir fyrir sér hver staða aldraðs fólks á Íslandi; erum við að sinna því nægilega vel. Af hverju eru íslensk börn í mörg ár að bíða eftir greiningu og þjónustu í heilbrigðiskerfinu?“ Hann vildi þó ekki kannast við að vera gera hælisleitendur ábyrga fyrir hruni samfélagsstofnana. Alls ekki! Enda enginn rasisti. Þetta var borið á borð sem staðreyndabundin umræða af Ríkisútvarpinu. Það var sem betur fer einn gestur sem lýsti tilgangi þessa ummæla og andmælti þessum áróðri. „Það sem þú ert að gera er að bera það á borð að fólk sem er að leita sér að hæli sé að brjóta niður þjónustu gagnvart öldruðum og börnum,“ sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Hann fékk reyndar skammir fyrir ómálefnalegheit frá þingkonu Sjálfstæðisflokksins Bryndísi Haraldsdóttur sem telur vanda umræðunnar fyrst og fremst felast í gagnrýni á verk Sjálfstæðisflokksins. Slík umræða flokki fólk fólk í góða fólkið og vonda fólkið. Þingkonan á þar ekki við að ómanneskjulegt sé að tala um þá sem hingað leita með þessum hætti. Nei, nei, því er hvíslað innan úr lögreglunni að einhverjir með vegabréf frá Venesúela tali arabísku! Og út frá því má auðvitað álykta að um sé að ræða fólk sem kom hingað á fölskum forsendum en lét ekki framhjá sér fara tækifærið til að ausa fé til glæpamanna. Það hefur allavega ekkert með það að gera að í Venesúela er risastórt arabískumælandi samfélag og sömuleiðis reyndar stór hópur fólks frá Venesúela í Sýrlandi með tvöfaldan ríkisborgararétt. Við meigum ekki láta svona smáatriði þvæla málinu. Það er hvíslað í lögreglunni! Við verðum að þora að fjalla um stóru málin. Það að anda gagnrýni að Sjálfstæðisflokknum er vandinn. Slík umræða flokkar fólk í gott og vont. Það segir hún Bryndís og hún er nýkomin úr námsferð til Danmörku og Noregs og þar er fólk stolt af brottvísinum. En í alveg ótengdum fréttum hefur Sjálfstæðisflokkurinn blásið til landsfundar eftir nokkra daga. Sá fundur er haldinn í skjóli fjárlaga sem sækja alls ekki fram, eru í gríðarlegum halla, halda áfram að veikja tekjustofna ríkissjóðs og þrengja að stofnunum samfélagsins. Íbúðarlánasjóðshneykslis þar sem flokkurinn fer með alla þræði; skapaði vandann, hunsaði rannsóknarnefnd um sjóðinn og gerði ekkert árum saman þrátt fyrir milljarða tap hvern mánuð. Ekki missa svefn yfir þessu því strákarnir eru samt með lausn; tapinu verður bara skellt á lífeyrissjóðina. Skoðanakannanir sýna að stjórnin er fallin. Formaður flokksins hefur minna traust meðal kjósenda en Liz Truss, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu Íslandsbanka er að detta í hús. Skera á niður til Útlendingamála á næsta ári þrátt fyrir að það sé víst algjört neyðarástand í gangi sem ógni samfélaginu og keyri upp biðraðir barna og gamalmenna. Já og svo er aðhaldskrafa er á löggæslu þrátt fyrir að mannaflsþörf löggæslu hafi ekki verið mætt árum saman. Já, og svo átti nú að skipta út dómsmálaráðherra. Ætli honum langi sérstaklega að víkja? En við verðum auðvitað að hafa þor til að sitja undir og klappa þegar Sjálfstæðisflokkurinn vill segja okkur frá því hvernig fólk í leit að vernd er að kaffæra þetta samfélag. Enga tilfinningasemi á meðan flokkurinn okkar háir stríð gegn mannúð. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar