Fimmta tilraun til breytinga á útlendingalögum hafin á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2022 19:21 Oft hefur verið boðað til mótmæla á undanförnum árum þegar vísa hefur átt hælisleitendum úr landi. Stöð 2/SigurjónÓ Þingmenn tókust harkalega á um stöðu fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi á Alþingi í dag. Dómsmálaráðherra segir stefna í að fjörutíu sinnum fleiri sæki um vernd á þessu ári en fyrir tíu árum. Stjórnarandstöðuþingmenn sökuðu ráðherra um brot á ýmsum lögum. Áður en dómsmálaráðherra komst að til að mæla fyrir frumvarpi sínu um útlendinga í dag fór fram um hálfrar klukkustundar löng umræða um fundarstjórn forseta þar sem ráðherrann var gagnrýndur harðlega. Hann var sagður hafa brotið lög með því að skipa Útlendingastofnun að afhenda ekki gögn um umsækjanedur til Alþingis um ríkisborgargararétt á liðnu þingi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata telur dómsmálaráðherra hafa gert sig brotlegan við mörg lög, meðal annars um lög um ráðherraábyrgð.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata og fleiri veltu fyrir sér hvort Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði ekki einnig brotið lög um ráðherraábyrgð og bæri því að stefna honum fyrir landsdóm. „Ég sé ekki betur en að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi gerst brotlegur við ráðherraábyrgð og skal því sæta þeirri ábyrgð,“ sagði Gísli Rafn. Loks gat ráðherra mælt fyrir þessari fimmtu tilraun til að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum þingið. Jón Gunnarsson reynir nú í fimmta sinn að koma frumvarpi innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingar á útlendingalögum í gegn. Við hlið hans situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem ekki sá sér fært að verða við ósk stjórnarandstöðuþingmanna að vera viðstaddur umræðuna.Vísir/Vilhelm „Við framkvæmd núgildandi laga hefur komið í ljós að þörf er á að lagafæra, endurskoða og breyta all mörgum ákvæðum laganna um alþjóðlega vernd. Svo framkvæmd og meðferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ,“ sagði Jón meðal annars. Þá hefði þeim fjölgað mikið sem sæktu um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Útlit er fyrir að heildarfjöldi umsókna um vernd á árinu verði yfir fimm þúsund. Sem er meira en fjörutíu sinnum fleiri umsóknir en fyrir tíu árum,“ sagði Jón og hlutfallslega fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að frumvarp dómsmálaráðherra hafi þynnst og spyr hvort það hefði nokkur áhrif að samþykkja það.Vísir/Vilhelm Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu að frumvarpið gengi of langt nema þingmenn Miðflokksins em töldu það ganga of skammt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greip til myndlíkingar um þynningu kaffis á árum áður þegar margar vörur voru skammtaðar á Íslandi. „Það er ekki annað að sjá nú þegar þetta mál kemur hér fram í fimmta skipti að það sé enn búið að þynna það út. Það sé enn búið að bæta í kaffibætinn og minnka kaffið,“ sagði Sigmundur Davíð. Dómsmálaráðherra gat ekki tekið undir það og nefndi dæmi um breytingar. „Það eru teknir út þeir hvatar sem eru í núverandi löggjöf til að láta reyna á þá fresti sem eru til staðar til að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Þannig að því leyti tel ég að þetta leysi mikinn vanda,“ sagði Jón. En samkvæmt frumvarpinu fer neikvæð afgreiðsla umsókna strax í kæruferli en nú ákveða umsækjendur sjálfir hvort og þá hvenær þeir kæra. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði hlutfall hælilsleitenda hér á landi í samanburði við önnur lönd ekki skipta máli.Vísir/Vilhelm Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði að first og fresmt ætti að horfa til neyðar fólks sem sæktu um vernd hér á landi. „Hverju breytir það hvort við erum að taka hlutfallslega fleiri en aðrir. Skiptir það einhverju máli,“ spurði Guðbrandur. Jón Gunnarsson túlkaði þessi orð þingmannsins svona: „Það er ekki hægt að skilja háttvirtan þingmann öðruvísi en svo að hann vilji hér bara opna landamærin og hafa þetta alveg óheft. Hann má hafa þá skoðun. Ég er bara algerlega ósammála því,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Jón Gunnarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Áður en dómsmálaráðherra komst að til að mæla fyrir frumvarpi sínu um útlendinga í dag fór fram um hálfrar klukkustundar löng umræða um fundarstjórn forseta þar sem ráðherrann var gagnrýndur harðlega. Hann var sagður hafa brotið lög með því að skipa Útlendingastofnun að afhenda ekki gögn um umsækjanedur til Alþingis um ríkisborgargararétt á liðnu þingi. Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata telur dómsmálaráðherra hafa gert sig brotlegan við mörg lög, meðal annars um lög um ráðherraábyrgð.Vísir/Vilhelm Gísli Rafn Ólafsson þingmaður Pírata og fleiri veltu fyrir sér hvort Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefði ekki einnig brotið lög um ráðherraábyrgð og bæri því að stefna honum fyrir landsdóm. „Ég sé ekki betur en að hæstvirtur dómsmálaráðherra hafi gerst brotlegur við ráðherraábyrgð og skal því sæta þeirri ábyrgð,“ sagði Gísli Rafn. Loks gat ráðherra mælt fyrir þessari fimmtu tilraun til að koma breytingum á útlendingalögum í gegnum þingið. Jón Gunnarsson reynir nú í fimmta sinn að koma frumvarpi innanríkis- og dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingar á útlendingalögum í gegn. Við hlið hans situr Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sem ekki sá sér fært að verða við ósk stjórnarandstöðuþingmanna að vera viðstaddur umræðuna.Vísir/Vilhelm „Við framkvæmd núgildandi laga hefur komið í ljós að þörf er á að lagafæra, endurskoða og breyta all mörgum ákvæðum laganna um alþjóðlega vernd. Svo framkvæmd og meðferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ,“ sagði Jón meðal annars. Þá hefði þeim fjölgað mikið sem sæktu um alþjóðlega vernd á Íslandi. „Útlit er fyrir að heildarfjöldi umsókna um vernd á árinu verði yfir fimm þúsund. Sem er meira en fjörutíu sinnum fleiri umsóknir en fyrir tíu árum,“ sagði Jón og hlutfallslega fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur að frumvarp dómsmálaráðherra hafi þynnst og spyr hvort það hefði nokkur áhrif að samþykkja það.Vísir/Vilhelm Þingmenn allra stjórnarandstöðuflokka gagnrýndu að frumvarpið gengi of langt nema þingmenn Miðflokksins em töldu það ganga of skammt. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson greip til myndlíkingar um þynningu kaffis á árum áður þegar margar vörur voru skammtaðar á Íslandi. „Það er ekki annað að sjá nú þegar þetta mál kemur hér fram í fimmta skipti að það sé enn búið að þynna það út. Það sé enn búið að bæta í kaffibætinn og minnka kaffið,“ sagði Sigmundur Davíð. Dómsmálaráðherra gat ekki tekið undir það og nefndi dæmi um breytingar. „Það eru teknir út þeir hvatar sem eru í núverandi löggjöf til að láta reyna á þá fresti sem eru til staðar til að fá mál sitt tekið fyrir að nýju. Þannig að því leyti tel ég að þetta leysi mikinn vanda,“ sagði Jón. En samkvæmt frumvarpinu fer neikvæð afgreiðsla umsókna strax í kæruferli en nú ákveða umsækjendur sjálfir hvort og þá hvenær þeir kæra. Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði hlutfall hælilsleitenda hér á landi í samanburði við önnur lönd ekki skipta máli.Vísir/Vilhelm Guðbrandur Einarsson þingmaður Viðreisnar sagði að first og fresmt ætti að horfa til neyðar fólks sem sæktu um vernd hér á landi. „Hverju breytir það hvort við erum að taka hlutfallslega fleiri en aðrir. Skiptir það einhverju máli,“ spurði Guðbrandur. Jón Gunnarsson túlkaði þessi orð þingmannsins svona: „Það er ekki hægt að skilja háttvirtan þingmann öðruvísi en svo að hann vilji hér bara opna landamærin og hafa þetta alveg óheft. Hann má hafa þá skoðun. Ég er bara algerlega ósammála því,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Jón Gunnarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18 Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34 Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41 Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Frumvarpið taki einfaldlega ekki á áskorunum Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra ekki taka á þeim áskorunum sem uppi eru. Frumvarpið styrki ekki nauðsynlega innviði eða bráðan vanda í málefnum þeirra sem óska alþjóðlegrar verndar hér á landi. 22. október 2022 10:18
Réttindi umsækjenda falli niður þrjátíu dögum eftir synjun Útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra hefur verið lagt fram á Alþingi. Þar er meðal annars lagt til að réttindi þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi falli niður þrjátíu dögum frá endanlegri ákvörðun. 21. október 2022 14:34
Dómsmálaráðherra segir brýnt að breyta útlendingalögum Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að frumvarp um breytingar á útlendingalögum nái fram að ganga fyrir jól, nú þegar útlit væri fyrir samstöðu um málið milli stjórnarflokkanna. 20. október 2022 19:41
Útlendingafrumvarp Jóns situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum situr fast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins en báðir hinir þingflokkar stjórnarflokkanna hafa afgreitt málið frá sér til þinglegrar meðferðar. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir hnífinn ekki fara á milli þingmanna flokksins og dómsmálaráðherra en gera þurfi breytingar á frumvarpinu. 19. október 2022 11:46