Sjáðu Messi og Mbappé leika sér og Havertz skora sturlað mark Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2022 09:00 Stjörnurnar í PSG voru í stuði gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Getty/Jean Catuffe Línur eru heldur betur farnar að skýrast í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Öll mörkin úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira
Lionel Messi, Kylian Mbappé og Neymar fóru á kostum þegar PSG vann 7-2 sigur á Maccabi Haifa í París í gær og Kai Havertz skoraði sannkallað perlumark í dýrmætum 2-1 sigri Chelsea gegn Salzburg. Nú hafa Chelsea, Real Madrid, Manchester City, Dortmund, PSG og Benfica öll tryggt sér farseðilinn í 16-liða úrslitin, þó að ein umferð sé eftir í þeirra riðlum. Messi skoraði tvö mörk og lagði upp tvö í sigri PSG í gær, og Mbappé skoraði einnig tvö og lagði upp eitt gegn ráðalausum gestunum. Klippa: PSG - Maccabi Haifa Draumur Juventus um að komast upp úr sínum riðli fjaraði út í Portúgal þar sem Benfica vann 4-3 sigur. Juventus gaf sér von með mörkum fra Arkadiusz Milik og Weston McKennie þegar rúmar tíu mínútur voru eftir en það dugði ekki til og Juventus er því komið í baráttu við Maccabi um 3. sæti riðilsins, sem gefur sæti í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar. Klippa: Benfica - Juventus Þrír Íslendingar komu við sögu í leik FC Kaupmannahafnar gegn Sevilla á Spáni en danska liðinu mistókst enn á ný að skora og tapaði leiknum 3-0. Klippa: Sevilla - FCK Í hinum leiknum í G-riðli tryggðu Manchester City og Dortmund sér tvö efstu sætin með markalausu jafntefli. Dortmund fékk þó dauðafæri til að komast yfir og Riyad Mahrez fékk svo víti fyrir City sem var varið. Klippa: Dortmund - Man. City Í E-riðli er fram undan úrslitaleikur á milli Salzburg og AC Milan um að fylgja Chelsea upp úr riðlinum. Mateo Kovacic og Kai Havertz skoruðu mörk Chelsea í 2-1 sigrinum í Austurríki í gær og var mark Havertz sérstaklega glæsilegt, eins og fyrr segir. Klippa: Salzburg - Chelsea AC Milan vann Dinamo Zagreb á útivelli, 4-0. Rafael Leao stal senunni með marki eftir magnaðan sprett, auk þess að leggja upp annað, í leik sem Robert Ljubicic vill gleyma sem fyrst en hann fékk dæmt á sig víti og skoraði sjálfsmark. Klippa: Zagreb - Milan Í F-riðli mætast Shaktar Donetsk og RB Leipzig í úrslitaleik í lokaumferðinni um sæti í 16-liða úrslitum. Real Madrid gæti enn misst toppsætið eftir að hafa tapað 3-2 gegn Leipzig í gærkvöld. Klippa: Leipzig - Real Madrid Celtic og Shaktar gerðu 1-1 jafntefli í Glasgow og þar með er ljóst að Celtic endar neðst í F-riðli, sama hvernig liðinu vegnar gegn Real Madrid í lokaumferðinni. Klippa: Celtic - Shaktar Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Fótbolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Í beinni: Inter - Bayern | Hve sterkt er þýska stálið? Í beinni: Real Madrid - Arsenal | Sýna meistararnir töfrana sem þarf? Viðar Örn að glíma við meiðsli Leik lokið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Leik lokið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Þrenna Guirassy ekki nóg gegn Barcelona Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking Segir Real þurfa hug, hjarta og hreðjar gegn Arsenal „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ Sjá meira