Í tilkynningu segir að hlutverk Hafsteins verði að styrkja sölu og þjónustu á innviðalausnum fyrirtæksins, svo sem afgreiðslukerfum, miðlægum búnaði, fjarfundabúnaði, hraðbönkum og notendabúnaði.
„Sérfræðingar sviðsins veita ráðgjöf og þjónustu við tækniinnviði frá mörgum af fremstu tæknifyrirtækjum heimsins. Meðal lykilsamstarfaðila Advania á þessu sviði eru Dell, Cisco og NCR.
Hafsteinn hefur starfað hjá Advania og forverum fyrirtækisins í yfir tvo áratugi, lengst af sem stjórnandi á sviði sölumála. Frá árinu 2018 hefur hann gegnt starfi forstöðumanns á rekstrarlausnasviði og hefur leitt sölu og vörustýringu,“ segir í tilkynningunni.
Framkvæmdastjórn Advania skipa nú þau Sigurður Sæberg Þorsteinsson, Jón Brynjar Ólafsson, Heimir Fannar Gunnlaugsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigrún Ámundadóttir, Hinrik Sigurður Jóhannesson, Hafsteinn Guðmundsson og Ægir Már Þórisson forstjóri fyrirtækisins.