Segir næsta áratug þann hættulegasta frá seinni heimsstyrjöldinni Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2022 21:53 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Sergei Karpukhin Heimsbúar standa frammi fyrir hættulegasta áratug heimsins frá seinni heimsstyrjöldinni. Þetta sagði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í ræðu sem hann flutti í dag þar sem hann sakaði meðal annars Vesturlönd um að bera ábyrgð á innrás hans í Úkraínu og valda usla í heiminum. Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Forsetinn sagði að stríðið í Úkraínu væri í raun borgarastyrjöld því Rússar og Úkraínumenn væru sama þjóðin. Það væru einungis Rússar sem gætu tryggt fullveldi Úkraínu. Hér er vert að taka fram að hvar sem rússneskir hermenn hafa stigið niður fæti í Úkraínu, eftir innrásina sem hófst í febrúar, hafa þeir verið sakaðir um ítrekuð og alvarleg ódæði gegn borgurum í Úkraínu og Rússar hafa þar að auki gert markvissar árásir á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Tugir þúsunda hafa látið lífið vegna innrásarinnar og Rússar eru þar að auki sakaðir um að hafa flutt tugi ef ekki hundruð þúsunda Úkraínumanna nauðungarflutningum og rænt börnum frá Úkraínu. Úkraínumenn hafna því alfarið að þeir og Rússar séu sama þjóðin. Í ræðunni hélt Pútín því fram að Vesturlönd þyrftu að ræða við Rússa og önnur heimsveldi um framtíð heimsins, því yfirráð Vesturlanda heyrðu sögunni til og sakaði hann Vesturlönd um rasisma. Hann sakaði Vesturlönd einnig um að vilja gera útaf við Rússland. Blaðamaður Financial Times fylgdist með ræðu Pútíns í dag. Putin says Russia told the west: "Let's be friends, have dialogue and strengthen trust and peace." He complains: "We were completely sincere. What did we get in response? A 'no' on every possible area of cooperation."— max seddon (@maxseddon) October 27, 2022 Pútín sagði einnig að svo lengi sem kjarnorkuvopn væru til, yrði hættan á notkun þeirra til staðar. Rússar ætluðu hins vegar ekki að beita kjarnorkuvopnum því þeir þyrftu ekki á því að halda í Úkraínu. Forsetinn sagðist ekki hafa vanmetið Úkraínumenn og sagði að hin sértæka hernaðaraðgerð, eins og Rússar kalla innrásina, hefði farið eftir áætlun. Það er augljóslega rangt enda hafa Rússar misst tugi þúsunda hermanna og hafa þurft að draga verulega úr markmiðum sínum í Úkraínu í nokkrum áföngum. Nú eru hersveitir Rússa í varnarstöðu víðast hvar á víglínunum í Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15 Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08 Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12 Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Skildu eftir sig skjöl sem varpa ljósi á vandræði Rússa Þegar hersveitir Rússa hörfuðu með hraði frá austanverðu Kharkív-héraði í Úkraínu í september, skyldu þeir ýmislegt eftir sig. Þar á meðal mikið magn þungavopna eins og skrið- og bryndreka auk stórskotaliðsvopna. Þeir skyldu þó einnig eftir sig mikið magn gagna. 27. október 2022 15:15
Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit sé fyrir að eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti nái hámarki um miðjan næsta áratug. 27. október 2022 14:08
Herða bann við „hinsegin áróðri“ í Rússlandi Rússneska þingið samþykkti að herða núgildandi bann við svonefndum „hinsegin áróðri“ þannig að það nái ekki lengur aðeins til barna og ungmenna heldur fólks af öllum aldri. Þannig verður nú hægt að sekta vegna viðburða, kvikmynda eða vefsíða sem eru talnar auglýsa samkynhneigð. 27. október 2022 10:12
Selenskí segir hegðun Rússa brjálæðislega Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sakar rússneska herforingja úr innrásarliðinu um brjálæðislega hegðun þegar kemur að því að reyna að ná bænum Bakhmut á sitt vald. 27. október 2022 06:56