Wright klæddist Alexander McQueen dragt á frumsýningunni og var með Cartier demanta. Vestið sem hún klæddist yfir jakkann var augljós virðingarvottur við Boseman, sem lést úr krabbameini í ágúst árið 2020. Klæddist hann svipuðu lúkki, Givenchy Couture jakkafötum skreyttum steinum, á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2018.
Leikkonan stillti sér upp fyrir ljósmyndarana með Wakanda Forever pósunni, líkt og Boseman gerði á rauða dreglinum áður en hann lést. Boseman og Wright léku systkini í fyrstu Black Panther myndinni. Gagnrýnendur hafa sagt að myndin sé líka flottur virðingarvottur við Boseman, en ákveðið var að finna ekki nýjan leikara í hlutverk King T'Challa fyrir nýju myndina.
