„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 28. október 2022 18:16 Geir Gestsson er verjandi Murats Selivrada. Vísir Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. „Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni: Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
„Þetta er þannig að það er verið að sakfella saklausan mann og dæma hann í mjög þunga refsingu,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats, í samtali við fréttastofu skömmu eftir að dómur var kveðinn upp. Murat var í dag dæmdur til fjórtán ára fangelsisvistar ásamt þeim Claudiu Sofiu Coelho Carvalho og Shpetim Qerimi og Angjelin Sterkaj, sem dæmdur var til tuttugu ára fangelsisvistar. „Mér finnst þetta ekki góður dagur fyrir íslenskt réttarkerfi. Mér finnst að kerfið hafi brugðist,“ segir Geir. Handviss um að málið fari fyrir Hæstarétt Geir segist fullviss um að mál fjórmenninganna verði tekið fyrir af Hæstarétti Íslands. Hann segist eiga eftir að lesa dóminn í heild sinni en að hann telji refsingu umbjóðanda síns með algjörum ólíkindum. Hann segist þó ekki endilega vera hissa á niðurstöðunni. „Ég veit það auðvitað þegar ég fer fyrir Landsrétt að það getur brugðið til beggja vona og ég veit að dómsformaður í þessu máli, Símon Sigvaldason, er ekki þekktur beinlínis fyrir að sýkna. Svo ég get ekki sagt að þetta komi mér fullkomlega á óvart en auðvitað kemur árafjöldinn mér á óvart. Þetta er ótrúleg tala,“ segir Geir. Fréttastofa hefur fjallað um dómstörf Símons Sigvaldasonar en hann hefur stundum verið kallaður „Símon grimmi“ af lögmönnum landsins. Árið 2012, þegar fréttastofa framkvæmdi athugun á héraðsdómaraferli Símons hafði hann aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hafði dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum var því 99,4 prósent. Í spilaranum hér að neðan má sjá viðtalið við Geir Gestsson í heild sinni:
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Angjelin dæmdur í tuttugu ára fangelsi og þremenningarnir sekir um samverknað Angjelin Sterkaj hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai. Landsréttur sneri við sýknu héraðsdóms yfir þremur samverkamönnum hans. Þau eru að mati Landsréttar öll sek um samverknað í morðinu og dæmd í fjórtán ára fangelsi. 28. október 2022 14:07