Hafnar því alfarið að vakna snemma vegna gráu háranna Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. október 2022 10:01 Björn Ingi Hrafnsson með Uglu og Rakel. Bolabíturinn er Ugla. Björn Ingi viðurkennir að sakna reglulegra funda með þríeykinu. Enda þríeykið eðalfólk. En er feginn því að heimsfaraldurinn í sinni alvarlegustu mynd er yfirstaðinn. Vísir/Vilhelm Björn Ingi Hrafnsson blaðamaður hafnar því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin eða aldurinn að gera, hversu snemma hann vaknar á morgnana. Þó í átaki að reyna að sofna fyrr á kvöldin enda B-týpa að eðlisfari. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna satt að segja oftast fyrir allar aldir og er kannski byrjaður að drekka minn kaffibolla og skrifa eitthvað í tölvuna fyrir klukkan ex á morgnana. Mér virðist lífsins ómögulegt orðið að sofa út og hafna því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin og aldurinn að gera.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsti kaffibollinn er ákaflega heilög stund. Setja á rólega tónlist og koma deginum af stað. Gott að eiga notalega stund með sjálfum sér áður en börn eru vakin og kapphlaupið um að komast úr húsi hefst.“ Saknar þú þess að hitta þríeykið reglulega á fundum eins og um tíma var? „Auðvitað var gaman og gagnlegt að vera í reglulegum samskiptum við þetta eðalfólk, en ég sakna þess ekki þegar faraldurinn stóð sem hæst og samfélagið var nánast stopp um langa hríð. Þetta var samt afar lærdómsríkur tími fyrir okkur öll og kenndi okkur að meta hversdagslega hluti sem við töldum áður sjálfsagða.“ Eins og margir í kjölfar Covid segist Björn Ingi nýta sér kosti fjarvinnunnar enda þarf hann ekkert fyrir sína vinnu nema gömlu tölvuna og síma. Þessa dagana er Björn Ingi að skrifa bók og handrit.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í bókaskrifum og að vinna að handriti ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum sem koma upp. Það er einhvern veginn alltaf nóg að gera og fjalla um.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Margir uppgötvuðu kosti fjarvinnu í faraldrinum, en ég er einn þeirra sem get unnið hvar sem er og þarf bara mína gömlu fartölvu og síma. En þá er lykilatriði að sitja yfir verkefnum sínum ákveðið lengi í einu og eyða ekki dýrmætum tíma í eitthvað gagnslaust sjónvarps- eða netráp. Það þarf að beita sig aga og halda sér að verki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í seinni tíð reyni ég að sofna ekki löngu eftir miðnætti, en ég er líklega B-týpa að eðlisfari og get alveg vakað allt of lengi yfir góðri bók eða einhverju viðfangsefni og hreinlega gleymt mér. Þess vegna skulda ég sjálfum mér oft talsverðan svefn og hef undanfarið reynt að koma betra lagi á þau mál. Það skiptir víst máli, er mér sagt.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? Ég vakna satt að segja oftast fyrir allar aldir og er kannski byrjaður að drekka minn kaffibolla og skrifa eitthvað í tölvuna fyrir klukkan ex á morgnana. Mér virðist lífsins ómögulegt orðið að sofa út og hafna því alfarið að það hafi eitthvað með gráu hárin og aldurinn að gera.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsti kaffibollinn er ákaflega heilög stund. Setja á rólega tónlist og koma deginum af stað. Gott að eiga notalega stund með sjálfum sér áður en börn eru vakin og kapphlaupið um að komast úr húsi hefst.“ Saknar þú þess að hitta þríeykið reglulega á fundum eins og um tíma var? „Auðvitað var gaman og gagnlegt að vera í reglulegum samskiptum við þetta eðalfólk, en ég sakna þess ekki þegar faraldurinn stóð sem hæst og samfélagið var nánast stopp um langa hríð. Þetta var samt afar lærdómsríkur tími fyrir okkur öll og kenndi okkur að meta hversdagslega hluti sem við töldum áður sjálfsagða.“ Eins og margir í kjölfar Covid segist Björn Ingi nýta sér kosti fjarvinnunnar enda þarf hann ekkert fyrir sína vinnu nema gömlu tölvuna og síma. Þessa dagana er Björn Ingi að skrifa bók og handrit.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er í bókaskrifum og að vinna að handriti ásamt ýmsum tilfallandi verkefnum sem koma upp. Það er einhvern veginn alltaf nóg að gera og fjalla um.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Margir uppgötvuðu kosti fjarvinnu í faraldrinum, en ég er einn þeirra sem get unnið hvar sem er og þarf bara mína gömlu fartölvu og síma. En þá er lykilatriði að sitja yfir verkefnum sínum ákveðið lengi í einu og eyða ekki dýrmætum tíma í eitthvað gagnslaust sjónvarps- eða netráp. Það þarf að beita sig aga og halda sér að verki.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Í seinni tíð reyni ég að sofna ekki löngu eftir miðnætti, en ég er líklega B-týpa að eðlisfari og get alveg vakað allt of lengi yfir góðri bók eða einhverju viðfangsefni og hreinlega gleymt mér. Þess vegna skulda ég sjálfum mér oft talsverðan svefn og hef undanfarið reynt að koma betra lagi á þau mál. Það skiptir víst máli, er mér sagt.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Missir sig þegar kemur að lakkrís og öllu með lakkrísbragði A manneskjan Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Alfreðs, segir það stundum reyna á samningatæknina að vera með unglinga á heimilinu þegar allir vilja fara í sturtu á morgnana. Anna viðurkennir að hreinlega elska lakkrís og allt sem honum tengist. 22. október 2022 10:01
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00
Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01
Kynntist konunni dansandi við lagið „Killing in the Name“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að í einhverjum brjálæðislegum draumi sæi hann frekar fyrir sér að vera rokkari en poppari. Aðalsteinn segist vakna seint og syfjaður enda fari hann of seint að sofa. Í skipulagi reynir hann að afgreiða flóknari mál á morgnana. 1. október 2022 10:01
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00