„Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2022 12:13 Guðmundur Árni Stefánsson varaformaður Samfylkingarinnar er sáttur með nýja forystu. Hann segir brýnt að setja skýra stefnu varðandi aðild að Evrópusambandinu og stjórnarskrá Vísir/Vilhem Nýr formaður Samfylkingarinnar ætlar að endurreisa velferðakerfið. Varaformaðurinn segir á dagskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu, kanna þurfi þjóðarvilja. Algjör endurnýjun er á forystu Samfylkingarinnar. Landsfundur Samfylkingarinnar fer fram á Grand hótel í dag. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar. Hún tekur við embættinu af Alexöndru Ýr van Erven sem einnig var í framboði á Landsfundi Samfylkingarinnar sem nú fer fram á Grand hótel Reykjavík. Arna hlaut um sextíu prósent atkvæða. Þá er Jón Grétar Þórsson formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði nýr gjaldkeri flokksins. Hann fékk tæplega fimmtíu prósent atkvæða og tekur við af Hákoni Óla Guðmundssyni hann var ekki í framboði heldur Steinn Olav Romslo. Loks var Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Guðmundur tekur við af Kjartani Valgarðssyni sem var einnig í framboði . Þetta þýðir algjöra endurnýjun á forystu flokksins en í gær var Kristrún Frostadóttir sjálfkjörinn formaður enda ein í framboði. Hún flytur stefnuræðu síðar í dag en í henni kemur fram að hún ætlar að endurreisa velferðarkerfið. Þá boðar hún nýtt verklag í flokknum. Reynslubolti með nýjum formanni Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var einnig sjálfkjörinn varaformaður flokksins í gærkvöldi en hann var einn í framboði. Guðmundur tekur við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu. „Þegar kallið kom og ég fékk um það beiðni að hjálpa nýjum, öflugum og kröftugum formanni fyrstu skrefin á sinni vegferð og flokknum í leið þá brást ég við því kalli,“ segir Guðmundur Árni. Aðspurður hvort það hafi verið því Kristrún sé tiltölulega ný í pólitík svarar Guðmundur. „Ég hugsa að Kristrún Frostadóttir nýr formaður þurfi ekki mikla hjálp en ég styð hana þar sem ég get,“ segir Guðmundur. Hann segist ætla að setja jafnaðarstefnuna á oddinn. „Við viljum draga fram kjarnann í klassískri jafnaðarstefnu. Það þarf ekki alltaf að gera pólitík flókna. Það er yfirleitt þannig að þeir sem kunna lítið í pólitík þeir reyna að flækja málin. Vill stefnumörkun í ESB-og stjórnarskrármálum Guðmundur segir jafnframt að Evrópusambandsaðild og stjórnarskrármál verði á dagskrá á Landsfundinum í dag. „Það verður mótuð stefna til þeirra mála. Alþjóðleg tengsl og Evrópusambandsaðild hefur verið á dagskrá. Nú er verið að leggja til að þjóðin taki ákvörðun um næstu skref og ég styð það og verður það áfram. Það sama gildir um stjórnarskránna, það mál hefur legið í láginni í 20 ár og ekkert gerist. Þar þurfum við að setja í gírinn,“. Við heyrðum í Guðmundi rétt eftir að tilkynnt var um kjör gjaldkera flokksins. Guðmundur er afar sáttur. „Sigurvegari frá Vestfjörðum Ísafirði. Hún þéttir forysturöðina til mikilla muna Höfuðandstæðingurinn logi Hann lýsir samstöðu og sóknarkrafti í flokknum, annað sé upp á teningnum í Sjálfstæðisflokknum. „Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli,“ segir Bjarni. Á Landsfundinum í morgun var nýtt merki flokksins samþykkt eða rós sem er alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna. Smávægileg breyting var gerð á nafni flokksins og manna tekið út úr nafni hans, flokkurinn heitir nú Samfylking jafnaðarflokkur Íslands kemur. Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er nýr ritari Samfylkingarinnar. Hún tekur við embættinu af Alexöndru Ýr van Erven sem einnig var í framboði á Landsfundi Samfylkingarinnar sem nú fer fram á Grand hótel Reykjavík. Arna hlaut um sextíu prósent atkvæða. Þá er Jón Grétar Þórsson formaður Samfylkingarfélagsins í Hafnarfirði nýr gjaldkeri flokksins. Hann fékk tæplega fimmtíu prósent atkvæða og tekur við af Hákoni Óla Guðmundssyni hann var ekki í framboði heldur Steinn Olav Romslo. Loks var Guðmundur Ari Sigurjónsson tómstunda- og félagsmálafræðingurkjörinn formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar með ríflega sjötíu prósent atkvæða. Guðmundur tekur við af Kjartani Valgarðssyni sem var einnig í framboði . Þetta þýðir algjöra endurnýjun á forystu flokksins en í gær var Kristrún Frostadóttir sjálfkjörinn formaður enda ein í framboði. Hún flytur stefnuræðu síðar í dag en í henni kemur fram að hún ætlar að endurreisa velferðarkerfið. Þá boðar hún nýtt verklag í flokknum. Reynslubolti með nýjum formanni Guðmundur Árni Stefánsson oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði var einnig sjálfkjörinn varaformaður flokksins í gærkvöldi en hann var einn í framboði. Guðmundur tekur við af Heiðu Björgu Hilmisdóttur, sem ákvað að gefa ekki kost á sér áfram eftir að hafa verið kjörin formaður Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu. „Þegar kallið kom og ég fékk um það beiðni að hjálpa nýjum, öflugum og kröftugum formanni fyrstu skrefin á sinni vegferð og flokknum í leið þá brást ég við því kalli,“ segir Guðmundur Árni. Aðspurður hvort það hafi verið því Kristrún sé tiltölulega ný í pólitík svarar Guðmundur. „Ég hugsa að Kristrún Frostadóttir nýr formaður þurfi ekki mikla hjálp en ég styð hana þar sem ég get,“ segir Guðmundur. Hann segist ætla að setja jafnaðarstefnuna á oddinn. „Við viljum draga fram kjarnann í klassískri jafnaðarstefnu. Það þarf ekki alltaf að gera pólitík flókna. Það er yfirleitt þannig að þeir sem kunna lítið í pólitík þeir reyna að flækja málin. Vill stefnumörkun í ESB-og stjórnarskrármálum Guðmundur segir jafnframt að Evrópusambandsaðild og stjórnarskrármál verði á dagskrá á Landsfundinum í dag. „Það verður mótuð stefna til þeirra mála. Alþjóðleg tengsl og Evrópusambandsaðild hefur verið á dagskrá. Nú er verið að leggja til að þjóðin taki ákvörðun um næstu skref og ég styð það og verður það áfram. Það sama gildir um stjórnarskránna, það mál hefur legið í láginni í 20 ár og ekkert gerist. Þar þurfum við að setja í gírinn,“. Við heyrðum í Guðmundi rétt eftir að tilkynnt var um kjör gjaldkera flokksins. Guðmundur er afar sáttur. „Sigurvegari frá Vestfjörðum Ísafirði. Hún þéttir forysturöðina til mikilla muna Höfuðandstæðingurinn logi Hann lýsir samstöðu og sóknarkrafti í flokknum, annað sé upp á teningnum í Sjálfstæðisflokknum. „Það er sóknarkraftur í jafnaðarmönnum, meðan höfuðandstæðingurinn logar stafna á milli,“ segir Bjarni. Á Landsfundinum í morgun var nýtt merki flokksins samþykkt eða rós sem er alþjóðlegt tákn jafnaðarmanna. Smávægileg breyting var gerð á nafni flokksins og manna tekið út úr nafni hans, flokkurinn heitir nú Samfylking jafnaðarflokkur Íslands kemur.
Alþingi Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Tengdar fréttir Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Guðmundur Ari felldi Kjartan Guðmundur Ari Sigurjónsson er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hann felldi sitjandi formann, Kjartan Valgarðsson, með ríflega sjötíu prósent greiddra atkvæða. 29. október 2022 12:02