Sport

Carl­sen dottinn út og Hjör­var keppir um sjöunda sætið

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er núverandi heimsmeistarinn í skák. 
Hér má sjá Magnus Carlsen, Carlsen er núverandi heimsmeistarinn í skák.  Vísir/Vilhelm

Ríkjandi heimsmeistarar í skák og Fischer-slembiskák, Magnus Carlsen og Wesley So komust hvorugur áfram í úrslit heimsmeistaramótsins í Fischer-slembiskák sem haldið er hér á landi og lýkur á morgun.

Fyrstu leikir dagsins voru leiknir af tveimur sex ára börnum, þeim Aríu Björk og Thor Guðna en þau voru bæði nemendur í leikskólanum Laufásborg. Börnum í leikskólanum er gjarnan kennd skák og er skákrými leikskólans sagt nefnt eftir stórmeistaranum Friðrik Ólafssyni.

Magnus Carlsen tefldi fjórar skákir gegn Ian Nepomniachtchi. Carlsen vann fyrstu skákina en tapaði hinum þremur.

Nodirbek Abdusattorov tefldi aðeins þrjár skákir við Hikaru Nakamura en Nakamura vann fyrstu þrjár skákirnar og því var ekki þörf á að tefla þá fjórðu.

Nepomniachtchi og Nakamura mætast því í úrslitum og kemur þá í ljós hver næsti heimsmeistarinn í Fischer-slembiskák verður.

Leiki dagsins má sjá með því að smella hér

Allir átta keppendur mótsins teljast sem stórmeistarar en til þess að öðlast þá nafnbót þarf skákmaður að ná 2500 skákstigum á einhverjum tímapunkti á sínum ferli auk annarra áfanga. Aðeins fimmtán manns hafa orðið stórmeistarar hér á landi og er Hjörvar Steinn Grétarsson einn þeirra. Hjörvar er þátttakandi á heimsmeistaramótinu og mun á morgun tefla við Matthias Blübaum um sjöunda sætið.


Tengdar fréttir

„Pínu eins og Valur fengi að taka þátt í átta liða úr­slitum meistara­deildarinnar“

Heimsmeistaramótið í Fischer-skák hófst í gær. Mótið er haldið hér á landi en Hjörvar Steinn Grétarsson er eini Íslendingurinn á mótinu. Aðeins eru átta keppendur á mótinu, meðal þeirra eru Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, sem talinn er verðandi heimsmeistari í Fischer-skák og Wesley So, núverandi heimsmeistari í Fischer-skák.

Yfir­vofandi mála­ferli ekki af­sökun

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×