Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nelson eftir stórsigurinn á Forest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 20:01 Arteta fer yfir málin með leikmönnum sínum. David Price/Getty Images Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum. „Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira
„Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Sjá meira