Tekur við Keflavík eftir brottreksturinn úr Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 10:27 Jonathan Glenn hóf þjálfaraferil sinn hjá ÍBV en var óvænt látinn fara þaðan eftir eitt ár og er nú tekinn við Keflavík. Vísir/Vilhelm Jonathan Glenn hefur samið um að taka við sem þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í fótbolta og var því ekki lengi án starfs eftir að knattspyrnuráð ÍBV ákvað að láta hann fara fyrir hálfum mánuði. Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV. ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Gunnar Magnús Jónsson hafði stýrt Keflavík frá árinu 2016 og þar til að hann hætti nú í haust til að taka við Fylki. Undir hans stjórn endaði Keflavík í 8. sæti í Bestu deildinni í haust, fjórum stigum frá fallsæti. Uppfært: Glenn hefur verið formlega kynntur sem þjálfari Keflavíkur og skrifaði undir samning sem gildir út leiktíðina 2024. ÍBV ákvað fyrr í þessum mánuði að nýta uppsagnarákvæði í samningi við Glenn eftir að hann hafði stýrt liðinu í eitt ár, og kom sú ákvörðun Glenn og fleirum í opna skjöldu, enda hafði árangur liðsins verið umfram væntingar. Eiginkona Glenns og leikmaður ÍBV um árabil, Þórhildur Ólafsdóttir, ritaði kveðjupistil á Facebook eftir að Glenn var rekinn og gagnrýndi þar knattspyrnuráð ÍBV fyrir ákvörðunina og ýmiskonar skort á faglegri umgjörð um kvennalið ÍBV. Glenn sagðist í samtali við Vísi gruna að kröfur sínar um bættan aðbúnað hefðu valdið ákvörðun forráðamanna ÍBV: „Það er eina skýringin sem manni dettur í hug. Að þau hafi litið beiðnir mínar og leikmanna, um hluti sem við teljum ósköp eðlilega, sem byrði. Þau sögðu bara að á þessum tímapunkti vildu þau leita annað. Það var eina ástæðan,“ sagði Glenn. Knattspyrnuráð ÍBV sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem ítarlega var farið yfir þau atriði sem Þórhildur setti út á og því algjörlega hafnað að umgjörðinni um kvennaliðið væri með einhverjum óeðlilegum hætti ábótavant. Í yfirlýsingunni kom hins vegar ekkert fram um ástæður þess að Glenn var rekinn. Ekki liggur fyrir hvort að Þórhildur verður leikmaður Keflavíkur en hún lýsti því yfir í pistli sínum að hún myndi ekki spila áfram fyrir ÍBV.
ÍBV Keflavík ÍF Besta deild kvenna Fótbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira