Guðmundur yfir í Garðabæinn Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 14:54 Guðmundur Kristjánsson hefur leikið með FH síðustu ár. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Kristjánsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá FH en Garðabæjarfélagið tilkynnti um komu Guðmundar með myndbandi á samfélagsmiðlum sínum í dag. Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar. Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira
Guðmundur, sem er 33 ára gamall, var orðinn samningslaus hjá FH og yfirgaf félagið eftir að hafa spilað með því frá því að hann sneri heim úr atvinnumennsku árið 2018. Guðmundur, sem er að upplagi miðjumaður en lék sem miðvörður hjá FH, hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðabliki árið 2007 og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2010, þegar hann lék á miðjunni ásamt Jökli Elísabetarsyni sem nú er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. Hann lék með Start í Noregi sem atvinnumaður, í sex tímabil, og á að baki sex A-landsleiki. „Það er geggjað að fá reynslubolta eins og Gumma til liðs við okkur enda leikmaður sem hugsar ákaflega vel um sig og við teljum að hann muni falla vel inní það sem við höfum verið að búa til í Stjörnunni. Eftir samtöl við hann finnur maður vel hversu áhugasamur hann er að leggja sitt af mörkum og er tilbúinn í að leggja allt sitt í verkefnið sem er nákvæmlega það sem við ætlum okkur að gera. Gummi er annar leikmaðurinn sem við bætum við okkur og við erum sannarlega ekki hættir,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla hjá Stjörnunni, en félagið hafði áður fengið til sín Heiðar Ægisson á ný frá Val. „Ég mjög ánægður að ganga til liðs við Stjörnuna. Klúbburinn er með mikinn metnað og gott og spennandi lið, sem ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til að gera enn betra. Ég held að sá fótbolti sem liðið spilar henti mér vel og ég get ekki beðið eftir að hitta strákana og byrja undirbúning fyrir næsta tímabil,“ segir Guðmundur í tilkynningu á samfélagsmiðlum Stjörnunnar.
Stjarnan FH Besta deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Sjá meira