Þegar Samfylkingin missti kjarkinn Erlingur Sigvaldason skrifar 1. nóvember 2022 09:30 Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Samfylkingin Evrópusambandið Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Áhugi fólks á því að hefja aðildarviðræður að nýju við Evrópusambandið hefur sjaldan verið jafn mikil og núna. Það er könnun eftir könnun sem sýnir að meirihluti Íslendinga vill sækja um aðild til þess að vita hvað það hefur í för með sér. Það er því furðulegt að á landsfundi Samfylkingarinnar um helgina kvað við nýjan tón í flokknum. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki lengur á dagskrá hjá flokknum og þar með fækkaði valkostum evrópusinna í kjörklefanum. Samfylkingin var hugrökk á sínum tíma og þorði að taka af skarið í þessu máli og koma aðild Íslands að ESB í umræðuna. Það er því miður að flokkurinn hafi týnt kjarkinum og vilji núna fela þetta stefnumál á blaðsíðu 62 af 64 í stefnu sinni. Í stefnuræðu sinni sagðist Kristrún að ekki væri hægt að þylja upp gömlu rökin heldur að hefja þyrfti að nýju rannsókn á kostum og göllum aðildar. Þar hefur Kristrún alveg rétt fyrir sér að umræðan þarf að vera lifandi og ekki byggð á gögnum sem eru áratuga gömul, en það sem Kristrún ávarpar ekki í ræðu sinni er það hvernig Samfylkingin ætlar að byrja þetta nýja samtal. Samfylkingin virðist því sópa þessu mikilvæga máli til hliðar. Viðreisn er því núna orðinn eini flokkurinn eftir sem setur aðild Íslands að ESB í forgang, enda er um að ræða eitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar. Sérstaklega varðar það hagsmuni ungs fólks að tryggja okkur aðgang að öllum þeim tækifærum sem aðild hefur uppá að bjóða. Þótt Evrópusambandið sé engin töfralausn fyrir Ísland þá er það mikilvægt skref í átt að því að byggja betra samfélag. Baráttan fyrir aðild vinnst ekki á því að sleppa því að taka umræðuna heldur vinnst hún á því að flokkar með mismunandi hugmyndafræði taki höndum saman og tali fyrir henni af sannfæringu og rökfestu. Við í Viðreisn höldum umræðunni ótrauð áfram með von um að Samfylkingin fari að taka samtalið, sem þeim greinilega hefur vantað, um kostina sem því fylgja að Ísland gangi í Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar