Menning

KÚNST: „Ósýnileg veröld sem við vitum öll að er til í alvörunni“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Þórdís Erla Zoega er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST.
Þórdís Erla Zoega er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST. Vísir/Vilhelm

„Þessi verk á veggjunum voru innblásin af þessari hliðarvídd sem við lifum og hrærumst í daglega,“ segir listakonan Þórdís Erla Zoega um sýninguna sína Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan:

Þórdís stundaði nám við Rietveld í Amsterdam og eftir útskrift fór hún í vefþróun. Þrátt fyrir að hafa áttað sig á því að hún vildi ekki verða forritari lærði hún vel á myndvinnsluforrit.

„Ég hef svolítið verið í markaðsmálum og með samfélagsmiðla og í rauninni eyði miklum tíma í þessari hliðarvídd. Ef maður pælir í því þá er smá creepy að við séum bara búin að búa til einhverja ósýnilega veröld sem við vitum öll að sé til í alvörunni. Þetta er næstum trúarlegt. 

Ég er svona að reyna að búa til áþreifanlegt rými sem er á sama tíma óáþreifanlegt.“
Vísir/Vilhelm

Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.


Tengdar fréttir

Skemmtilegt þegar fólk fær að gera eitthvað meira en bara að horfa

Þórdís Erla Zoega hefur átt viðburðaríkt ár þar sem hún var meðal annars valin bæjarlistarmaður Seltjarnarnesbæjar, setti upp sýningu í Kaupmannahöfn og opnaði einkasýninguna Spaced Out í Berg Contemporary. Þórdís Erla er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

KÚNST: Kvennakraftur í kirkjugarði

„Ég vildi fá að hafa smá femíniska slagsíðu í þessu,“ segir listamaðurinn Þrándur Þórarinsson um verk sem hann málaði af Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður og kvenréttindabaráttukonu, og Guðrúnu Oddsdóttur, fyrstu manneskjunni sem var jörðuð í Hólavallagarði. Þrándur er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

KÚNST: Á­kvað að verða mynd­listar­maður þegar hann var tíu ára

Sigurður Sævar Magnúsarson er listamaður sem segir listina hafa fylgt sér nánast allt sitt líf. Hann festi nýverið kaup á gamla Argentínuhúsinu á Barónsstíg þar sem hann hyggst setja upp ýmsa menningar- og listviðburði á næstu árum. Sigurður Sævar er viðmælandi vikunnar í nýjasta þætti af KÚNST.

KÚNST: „Við erum öll í grunninn nakin“

Fjöllistakonan Júlíanna Ósk Hafberg er hugfangin af mjúkri, berskjaldaðri og kvenlægri orku en vinnustofa hennar og verk endurspegla það með sanni. Júlíanna Ósk notast við fjölbreytta miðla í listsköpun sinni, smíðar sína eigin ramma, opnaði vinnustofu í miðbænum og lætur ekkert stoppa sig en hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×