Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Í kvöldfréttum förum við yfir það helsta í mestu aðhaldsaðgerðum Reykjavíkurborgar frá hruni. Einar Þorsteinsson verðandi borgarstjóri segir að tryggja þurfi sjálfbæran rekstur og skapa svigrúm til fjárfestinga. Við heyrum einnig álit oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni á aðgerðunum.

Og meira af Sjálfstæðisflokknum því við sýnum frá kappræðum Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og áskorandans Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um formannsembættið í Pallborðinu á Vísi í dag. Þá greinir meðal annars á um hvernig auka má fylgi flokksins.

Í Þorlákshöfn er byrjað að reisa landeldisstöð fyrir laxeldi sem á að verða sú stærsta í heimi. Þetta er stærsta fjárfesting á Íslandi frá því Kárahnjúkavirkjun var byggð að mati aðstandenda verkefnisins.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.

Hægt er að hlusta á kvöldfréttirnar í beinni útsendingu í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×