Telja hálfan milljarð vanta inn í rekstur Sjúkrahússins á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 13:16 Sjúkrahúsið á Akureyri. Vísir/Vilhelm Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri telur að hálfan milljarð vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar svo hægt sé að halda áfram að veita sömu þjónustu og áður. Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“ Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta kemur fram í minnisblaði Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins til fjárlaganefndar Alþingis vegna vinnu við fjárlög næsta árs. Að undanförnu hafa verið viðraðar áhyggjur af fjárhagsstöðu Sjúkrahússins á Akureyri. Fagráð sjúkrahússins sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem lýst var miklum áhyggjum af framtíð stofnunnar ef ekki næðist að laga fjárhagsstöðu þess. Engin þjónusta lögð niður þrátt fyrir rekstrarvanda Í minnisblaðinu segir Hildigunnur að fjárhagsstaða sjúkrahússins sé slæm, það hafi áhrif á rekstur og möguleika til þróunar í starfi. Mikið álag hafi verið á starfsfólki og greinileg hættumerki á borð við langþreytu starfsmanna, veikindi og manneklu, gert vart við sig. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.Vísir Segir Hildigunnur að þrátt fyrir þessa erfiðleika hafi engin þjónusta sjúkrahússins verið lögð niður, þar sem talin sé þörf á allri þeirri þjónustu sem sé í boði. Rekur hún áætlaða vanfjármögnum sjúkrahússins í fjárlögum næsta árs, sem hún telur nema hálfum milljarði króna. Aukinn kostnaður vegna veikinda starfsfólks, sem hafi fjölgað á undanförnum árum, nemi 151 milljón króna á verðlagi ársins 2022. Þá megi reikna með að aukning Í stöðugildum læknanema, sérnámsgrunnslækna og sérnámslækna hafi fjölgað um 10,1. Það sé tilkomið vegna breytinga á fyrirkomulagi sérnámslækna og kosti 219 milljón krónur á verðlagi ársins 2022. Þá hafi lyfjakostnaður aukist um umfram hækkanir rekstrarframlaga og stefni það í 30 milljón krónur á árinu. Kostnaður sjúkrahússins við flugvélaleigu og stefni í 45 milljón krónur. Er það tilkomið vegna mikillar aukningu á sjúkraflugi sem starsfólk sjúkrahússins sinnir. Akureyrarflugvöllur er miðstöð sjúkraflugs á Íslandi.Vísir/Tryggvi Þá hafi kostnaður um fram fjárveitinga vegna leyfisgjalda hugbúnaðar Microsoft nærri tvöfaldast á milli ára, úr 45 milljón krónum í 67 milljónir króna. Þá hafi verið gert ráð fyrir 47 milljóna króna aðhaldskröfu á yfirstandandi ári. Mikil viðhaldsskuld og stjórnvöld þurfi að ákveða hvað eigi að hætta með Samtals eru þetta um hálfur milljarður. Að auki hafi stjórn spítalans haldið að sér höndum hvað varðar viðhald upp á 130 milljónir króna. „Undanfarin ár hefur verið dregið úr og frestað meiriháttar viðhaldi til að vinna upp á móti hallarekstri. Það er mjög óskynsamlegt að halda því áfram á næsta fjárlagaári vegna þeirrar gríðarlegu viðhaldsskuldar sem SAk er komið.“ Segir enn fremur í minnisblaði Hildigunnar að staðan sé sú að ekki verði skorið frekar niður í klínískri þjónustu nema ákvörðun verði tekin með að hætta með einhverja þjónustueiningu sjúkrahússins. „Hvaða þjónustueining yrði lögð niður eða flutt til telja stjórnendur SAk vera stefnumarkandi ákvörðun stjórnvalda.“
Akureyri Heilbrigðismál Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Sjúkrahúsið á Akureyri Tengdar fréttir Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00 Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Segir aldrei fleiri heilbrigðisstarfsmenn í langtímafjarveru vegna kulnunar Formaður Félags sjúkrahússlækna segir ástandið á Landspítalanum óásættanlegt. Yfirvofandi séu uppsagnir fimmtán bráðahjúkrunarfræðinga og skortur sé á læknum á bráðamóttöku. Ekkert hafi heyrst um lausnir á bráðamóttöku sem stjórnvöld hafi lofað síðasta vetur. 6. september 2022 13:00
Kalla inn starfsmenn úr sumarleyfum Mikið álag hefur verið á Sjúkrahúsinu á Akureyri seinustu vikur og er mannekla þar á bæ mikil þar sem ekki náðist að manna allar stöður sumarafleysinga. Búið er að kalla einhverja starfsmenn inn úr sumarleyfum vegna ástandsins. 8. júlí 2022 15:17