Kaldbakur keypti Landsbankahúsið á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2022 14:07 Landsbankahúsið setur sinn svip á miðbæ Akureyrar. Aðsend Fjárfestingafélagið Kaldbakur reyndist hæstbjóðandi í Landsbankahúsið við Ráðhústorgið á Akureyri, sem auglýst var til sölu á dögunum. Kaupverðið er 685 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum. Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram á vef útgerðarfyrirtækisins Samherja. Kaldbakur er fjárfestingafélag sem heldur utan um fjárfestingar Samherja. Á vef Samherja segir að sjö tilboð hafi borist Landsbankanum í húsið, sem er á áberandi stað við Ráðhústorgið í miðbæ Akureyrar. Húsið, sem teiknað var af Guðjóni Samúelsssyni og klárað af Bárði Ísleifssyni, hefur um áratugaskeið hýst starfsemi Landsbankans. Ætla að glæða húsið lífi til framtíðar Haft er Eiríki S. Jóhannssyni, framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Kaldbaks, að félagið vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita húsið og glæða það frekari lífi til framtíðar. Ráðhústorgið á Akureyri.Vísir/Vilhelm „Við erum vel meðvituð um upphaflega tillöguuppdrætti Guðjóns Samúelssonar sem sýna húsið bæði hærra og stærra. Við munum skoða þessi mál í framhaldinu, þannig að nýting hússins verði sem best og sómi þess og bæjarprýði verði sem mest. Okkar sannfæring er að Akureyri komi til með að vaxa og dafna á komandi árum sem miðstöð búsetu, menningar og atvinnulífs á Norðurlandi og sem helsta þéttbýli utan höfuðborgarsvæðisins,“ er haft eftir Eiríki, sem einnig er stjórnarformaður Samherja. Haft er eftir Lilju Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, að húsið hafi reynst Landsbankanum mjög vel en það hafi reynst of stórt fyrir núverandi starfsemi bankans á Akureyri. Starfsemi bankans verði fyrst um sinn áfram í húsinu en verið sé að leita að nýju húsnæði í bænum undir starfsemina. Samherjar safna Landsbankahúsum Þetta er ekki fyrsta Landsbankahúsið sem félag með tengsl við við Samherja fjárfestir í. Sigtún þróunarfélag, sem meðal annars er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, útgerðarstjóra Samherja, keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020. Líkt og húsið á Akureyri var það einnig byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Þar er nú rekin svokölluð vinnustofa þar sem boðið er upp á skrifstofuaðstoðu sem einyrkjar, fyrirtæki og opinberar stofnanir geta nýtt sér. Á meðal þeirra fjárfestinga sem Kaldbakur hefur utan um eru eignarhlutir í Jarðborunum, Kælismiðjunni Frosti, Eignarhaldsfélaginu Snæfugli sem er á meðal stærstu hluthafa Síldarvinnslunnar, og í flugfélaginu Niceair. Í árslok 2020 voru eignir félagsins bókfærðar á tæplega 6 milljarða króna og eigið féð nam 5,2 milljörðum.
Akureyri Landsbankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6. október 2022 08:52