Juventus í Evrópudeildina þrátt fyrir tap gegn PSG 2. nóvember 2022 22:19 Filip Kostic tekur á móti boltanum í leiknum í kvöld. Massimiliano Allegri horfir spenntur á. Vísir/AP Fyrir leikinn var ljóst að PSG og Benfica færu áfram í 16-liða úrslit keppninnar og aðeins spurning hvort liðið næði efsta sætinu. Juventus var fyrir leikinn með jafn mörg stig og Maccabi Haifa og átti á hættu að lenda í neðsta sæti riðilsins sem hefði þýtt að þátttöku þeirra í Evrópu væri lokið á þessu tímabili. Kylian Mbappe kom PSG yfir í leiknum í kvöld á 13.mínútu. Leonardo Bonucci jafnaði metin í 1-1 á 39.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það svo gestirnir frá París sem tryggðu sér sigurinn. Nuno Mendes skoraði sigurmarkið á 69.mínútu eftir sendingu frá Mbappe. Þrátt fyrir tapið fer Juventus áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Maccabi Haifa tapaði 6-1 gegn Benfica í hinum leik riðilsins. Sigur Benfica í þeim leik þýðir að þeir tryggja sér efsta sæti riðlsins. Juventus fer eins og áður segir áfram í Evrópudeildina en árangur liðsins í Meistaradeildinni eru mikil vonbrigði þar sem einu stig liðsins komu í sigurleik gegn Maccabi Haifa á heimavelli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Fyrir leikinn var ljóst að PSG og Benfica færu áfram í 16-liða úrslit keppninnar og aðeins spurning hvort liðið næði efsta sætinu. Juventus var fyrir leikinn með jafn mörg stig og Maccabi Haifa og átti á hættu að lenda í neðsta sæti riðilsins sem hefði þýtt að þátttöku þeirra í Evrópu væri lokið á þessu tímabili. Kylian Mbappe kom PSG yfir í leiknum í kvöld á 13.mínútu. Leonardo Bonucci jafnaði metin í 1-1 á 39.mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í síðari hálfleik voru það svo gestirnir frá París sem tryggðu sér sigurinn. Nuno Mendes skoraði sigurmarkið á 69.mínútu eftir sendingu frá Mbappe. Þrátt fyrir tapið fer Juventus áfram í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar þar sem Maccabi Haifa tapaði 6-1 gegn Benfica í hinum leik riðilsins. Sigur Benfica í þeim leik þýðir að þeir tryggja sér efsta sæti riðlsins. Juventus fer eins og áður segir áfram í Evrópudeildina en árangur liðsins í Meistaradeildinni eru mikil vonbrigði þar sem einu stig liðsins komu í sigurleik gegn Maccabi Haifa á heimavelli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti