United vann á Spáni en náði ekki efsta sætinu 3. nóvember 2022 19:46 Garnacho fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að Manchester United þyrfti tveggja marka sigur til að hirða efsta sætið af Sociedad sem unnið hafði alla sína leiki í keppnina til þessa, meðal annars fyrri leik liðanna á Old Trafford. Það hafðist þó ekki. Alejandro Garnacho kom United yfir í fyrri hálfleik þegar hann skoraði eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Staðan í hálfleik var 1-0 og United komið með blóð á tennurnar. Síðari hálfleikur var hins vegar markalaus og dugði ekki fyrir United þó Marcus Rashford hafi komið inn af varamannabekknum þegar rúmur hálftími lifði leiks. Með því að ná efsta sæti riðilsins fer Real Sociedad beint áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en Manchester United þarf að leika umspilsleiki við lið sem hafnaði í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar um hvort liðið fer áfram. Fótbolti Evrópudeild UEFA
Fyrir leikinn í kvöld var ljóst að Manchester United þyrfti tveggja marka sigur til að hirða efsta sætið af Sociedad sem unnið hafði alla sína leiki í keppnina til þessa, meðal annars fyrri leik liðanna á Old Trafford. Það hafðist þó ekki. Alejandro Garnacho kom United yfir í fyrri hálfleik þegar hann skoraði eftir sendingu frá Cristiano Ronaldo. Staðan í hálfleik var 1-0 og United komið með blóð á tennurnar. Síðari hálfleikur var hins vegar markalaus og dugði ekki fyrir United þó Marcus Rashford hafi komið inn af varamannabekknum þegar rúmur hálftími lifði leiks. Með því að ná efsta sæti riðilsins fer Real Sociedad beint áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar en Manchester United þarf að leika umspilsleiki við lið sem hafnaði í þriðja sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar um hvort liðið fer áfram.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti