Tekur úr uppþvottavélinni og eldar en er meinaður aðgangur að þvottahúsinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 10:00 Ólafur Jóhann Ólafsson vaknar við klukkuna í hausnum á sér um klukkan sjö á morgnana en í fyrsta sinn í þrjátíu ár eru hann og eiginkonan nú að vakna ein í húsinu því yngsta barnið er farið í háskóla. Ólafur þykir góður í að raða í skúffur og hillur en telst ekki nógu útsjónarsamur til að raða vel í uppþvottavélina. Vísir/Vilhelm Ólafur Jóhann Ólafsson segir mestan sinn tíma fara í skriftir. Heima fyrir er hann ágætlega duglegur; eldar, er góður í að raða í hillur og skúffur og hita kaffi, en jafn vonlaus í að raða í uppþvottavélina eða þvo þvott. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt um sjöleytið við klukku í hausnum á mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í fyrsta sinn í þrjátíu ár vöknum við hjónin nú ein í húsinu því yngsta barnið er farið í háskóla og býr á heimavist. Ég hafði það fyrir reglu að útbúa morgunmat fyrir heimasætuna en nú eru mín fyrstu verk að taka úr uppþvottavél og hita kaffi. Anna kona mín setur í hana því það er vandasamara en að taka úr henni og ég þyki ekki nógu útsjónarsamur til þess. En ég kann að raða í hillur og skúffur og kaffið sem ég bý til nýtur vinsælda á heimilinu svo þetta blessast nú allt saman. Síðan lít ég blöð og fæ mér léttan morgunverð, lít kannski aðeins á tölvupósta og svara þeim sem nauðsyn krefur, sest svo inn á skrifstofu og byrja að vinna.“ Í hvaða heimilisverki ert þú a) mjög góður og duglegur í, b) afar lélegur í og slugsar? „Ég hef gaman af að elda og sé um kvöldmatinn á heimilinu þegar tækifæri gefst. Ég hef gert það lengi og þykir hvíld í því. Mér er hins vegar meinaður aðgangur að þvottahúsinu þar sem Anna ræður ríkjum. Ég get að vísu ekki haldið því fram að ég hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráðast þar inn.“ Það telst algjör undantekning að birta myndir af fleirum en gesti kaffispjallsins og það er aðeins gert ef tilefnið telst ærið til þess. Eins og núna, því óvænt náðist mynd af þeim félögum Ólafi og Baltasar Kormáki saman í Gufunesi þar sem tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Snertingu. Ólafur og Balti skrifuðu saman handritið en það byggir á bók Ólafs sem gefin var út árið 2020.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er nú að fylgja úr hlaði nýrri bók sem heitir Játning og gerist að mestu leyti á Íslandi og í Austur-Þýskalandi þótt Ítalía komi líka við sögu. Ég hef líka verið með annan fótinn uppi í Gufunesi þar sem Baltasar Kormákur leikstýrir Snertingu en við skrifuðum saman handrit að myndinni. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með tökunum, bæði inni á japanska matsölustaðnum sem búið er að smíða í stúdíóinu og líka í Lundúnum þar sem ég heimsótti þau um daginn.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mikill rútínumaður, vinn helst alla daga, byrja snemma morguns við skriftir og skrifa fram yfir hádegi en fer þá að sinna öðru, oft einhverju tengdu fjölmiðlabransanum sem ég vann í lengi. Þar á ég enn mjög marga vini og kunningja sem ég reyni að liðsinna eftir megni. Svo skýst ég í fótbolta eða ræktina eftir hádegi og tek símarúnt eftir þörfum því sum málefni krefjast þess að fólk tali saman í stað þess að senda hvert öðru rafræn skilaboð af einhverju tagi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt farinn að sofa milli tólf og eitt því við borðum kvöldmat yfirleitt nokkuð seint og það er nauðsynlegt að melta matinn áður en maður leggst til hvílu. Mér þykja kvöldin góð en morgnarnir ekki síður svo ég reyni að fara ekki svo seint að sofa ég vakni ekki við hringinguna í kollinum upp úr birtingu.“ Kaffispjallið Bókmenntir Menning Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt um sjöleytið við klukku í hausnum á mér.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Í fyrsta sinn í þrjátíu ár vöknum við hjónin nú ein í húsinu því yngsta barnið er farið í háskóla og býr á heimavist. Ég hafði það fyrir reglu að útbúa morgunmat fyrir heimasætuna en nú eru mín fyrstu verk að taka úr uppþvottavél og hita kaffi. Anna kona mín setur í hana því það er vandasamara en að taka úr henni og ég þyki ekki nógu útsjónarsamur til þess. En ég kann að raða í hillur og skúffur og kaffið sem ég bý til nýtur vinsælda á heimilinu svo þetta blessast nú allt saman. Síðan lít ég blöð og fæ mér léttan morgunverð, lít kannski aðeins á tölvupósta og svara þeim sem nauðsyn krefur, sest svo inn á skrifstofu og byrja að vinna.“ Í hvaða heimilisverki ert þú a) mjög góður og duglegur í, b) afar lélegur í og slugsar? „Ég hef gaman af að elda og sé um kvöldmatinn á heimilinu þegar tækifæri gefst. Ég hef gert það lengi og þykir hvíld í því. Mér er hins vegar meinaður aðgangur að þvottahúsinu þar sem Anna ræður ríkjum. Ég get að vísu ekki haldið því fram að ég hafi gert ítrekaðar tilraunir til að ráðast þar inn.“ Það telst algjör undantekning að birta myndir af fleirum en gesti kaffispjallsins og það er aðeins gert ef tilefnið telst ærið til þess. Eins og núna, því óvænt náðist mynd af þeim félögum Ólafi og Baltasar Kormáki saman í Gufunesi þar sem tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Snertingu. Ólafur og Balti skrifuðu saman handritið en það byggir á bók Ólafs sem gefin var út árið 2020.Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Ég er nú að fylgja úr hlaði nýrri bók sem heitir Játning og gerist að mestu leyti á Íslandi og í Austur-Þýskalandi þótt Ítalía komi líka við sögu. Ég hef líka verið með annan fótinn uppi í Gufunesi þar sem Baltasar Kormákur leikstýrir Snertingu en við skrifuðum saman handrit að myndinni. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með tökunum, bæði inni á japanska matsölustaðnum sem búið er að smíða í stúdíóinu og líka í Lundúnum þar sem ég heimsótti þau um daginn.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er mikill rútínumaður, vinn helst alla daga, byrja snemma morguns við skriftir og skrifa fram yfir hádegi en fer þá að sinna öðru, oft einhverju tengdu fjölmiðlabransanum sem ég vann í lengi. Þar á ég enn mjög marga vini og kunningja sem ég reyni að liðsinna eftir megni. Svo skýst ég í fótbolta eða ræktina eftir hádegi og tek símarúnt eftir þörfum því sum málefni krefjast þess að fólk tali saman í stað þess að senda hvert öðru rafræn skilaboð af einhverju tagi.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er yfirleitt farinn að sofa milli tólf og eitt því við borðum kvöldmat yfirleitt nokkuð seint og það er nauðsynlegt að melta matinn áður en maður leggst til hvílu. Mér þykja kvöldin góð en morgnarnir ekki síður svo ég reyni að fara ekki svo seint að sofa ég vakni ekki við hringinguna í kollinum upp úr birtingu.“
Kaffispjallið Bókmenntir Menning Tengdar fréttir „Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00 Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01 „Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00 Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Áður fyrr vaknaði ég alltaf klukkan fimm svo ég hefði tíma fyrir sex“ Bakarinn og sælkerinn Jóhannes Felixsson, eða Jói Fel eins og við þekkjum hann, sést lítið heima hjá sér þessa dagana enda í mörgu að snúast í rekstri á nýjum veitingastað, Felino. Jói segir frá skemmtilegri heimsókn Eiríks Haukssonar þegar hann var unglingur. 26. febrúar 2022 10:00
Hlakkar til á kvöldin að drekka kaffið í góðu skapi á morgnana Morgunhaninn Sigríður Dögg Auðunsdóttir fréttamaður á RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, viðurkennir að hafa forðast ljósvakamiðla í mörg ár af ótta við að mistakast í beinni útsendingu. Öryggið kom þó á endanum en að fara í sjónvarp var áskorun. 8. október 2022 10:01
„Upplifði mig frekar miðaldra þegar ég byrjaði að bíða eftir að börnin færu í háttinn“ A-týpan Ari Fenger, forstjóri 1912 og formaður Viðskiptaráðs, viðurkennir að betri helmingnum finnst ekkert alltaf gaman hvað hann vaknar snemma á morgnana; líka um helgar! Ein besta fjárfesting Ara er kaffivél keypt í Covid. 15. október 2022 10:00
Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00
Útivistarkonan sem byrjar daginn á hugleiðslu í rúminu eða í baðinu Bára Mjöll Þórðardóttir, meðeigandi hjá Langbrók, byrjaði fyrir stuttu í jákvæðri sálfræði í EHÍ og segir það bestu ákvörðun sem hún hefur tekið um ævina. Bára er nátthrafn í svefnátaki sem finnst gott að hefja daginn með hugleiðslu. 24. september 2022 10:00