Þetta hækkar hjá Reykjavíkurborg um áramótin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. nóvember 2022 21:30 Ráðhúsið við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm Verð á sorphirðu, skólamáltíðum og árskorti í sund hjá Reykjavíkurborg mun hækka um áramótin. Borgarfulltrúi minnihlutans hefði viljað frysta gjaldskrárhækkanir sem snúa að frístundastarfi í ljósi verðbólgu. Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“ Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í borgarstjórn á þriðjudaginn lagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fram tillögu um gjaldskrá Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023. Þar má finna verðlagshækkanir sem taka gildi um áramótin. Fram kemur í tillögunni að þær séu í samræmi við þjóðhagsspá Hagstofu og verðlagsforsendur fjárhagsáætlunar borgarinnar fyrir árið 2023. Tillagan var samþykkt og mun því flest þjónusta hækka í verði á næsta ári. Það mun til dæmis kosta meira fyrir borgarbúa að henda rusli. Árgjaldið á 240 lítra tunnu hækkar um 6.500 krónur og mun á næsta ári kosta 40.700. Skólamáltíðir dýrari Fimm daga vistun á frístundaheimili hækkar um tæpar 800 krónur og mun kosta 16.537 krónur. Þá verður dýrara fyrir börn að borða heitar máltíðir í grunnskólum borgarinnar. Mánaðaráskrift hækkar um 549 krónur og mun kosta 11.744. Og leikskólagjöldin, þau hækka um 4,9 prósent. Árskort í sund fyrir fullorðið fólk mun hækka um tvö þúsund krónur og kostar á næsta ári 41 þúsund. Stakur miði í sund hækkar líka og mun kosta 1.210. Þá verður ekki gott að gleyma handklæðinu þegar komið er á sundstað á næsta ári því leiga á því hækkar og mun kosta 720 krónur. Dýrara að skoða selina Góður dagur í fjölskyldu- og húsdýragarðinum verður dýrari eftir áramót. Aðgangur fyrir börn yngri en tólf ára hækkar um tæp 34 prósent og mun kosta 1.050. Aðgangur fyrir fullorðna hækkar um rúm 46 prósent og mun kosta 1.500. „Ég er mjög ósátt við þetta. Við lögðum það til á þriðjudaginn í fyrri umræðu fjárhagsáætlunar að frysta sérstaklega þær gjaldskrárhækkanir sem snúa að sumar- og vetrarstarfi frístundaheimila og sértækra félagsmiðstöðva,“ sagði Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Hún segir ekki langt frá síðustu verðhækkunum, þær hafi verið öðru hvoru megin við sumarið. „Það er eins og við vitum ekki gott ástand í samfélaginu núna. Það er um 8,8 prósent verðbólga og þetta fer auðvitað bara beint út í verðlagið og kemur sem allra verst niður á þeim sem minnst mega sín.“
Borgarstjórn Reykjavík Neytendur Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira