Grimmd og slægð eða mannúð og miskunnsemi? Kristín Þórunn Tómasdóttir skrifar 4. nóvember 2022 12:00 Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Þjóðkirkjan Lögreglan Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Næringarráðleggingar: fræðsla eða hroki? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það vekur sérstakt óbragð í munni og sorg í hjarta að fylgjast með framgöngu íslenskra yfirvalda í málefnum hælisleitenda upp á síðkastið. Eins og allur þorri landsmanna, sitjum við, sem þetta skrifum, uppi með ótal spurningar sem snerta grunngildi og sjálfsmynd okkar sem Íslendinga, og hvernig stefna stjórnvalda í málaflokknum endurspeglar það. Við neitum að skrifa undir og samþykkja það sem hér hefur gerst. Upplýst, frjálslynt og framsækið samfélag byggir ekki síst á því að við viðurkennum mannvirðingu og mannréttindi allra. Ísland er hluti af alþjóðasamfélagi sem hefur undirgengist samþykktir sem er ætlað að tryggja vernd og stöðu þeirra viðkvæmu í samfélaginu. Innan reglugerða og laga ætti alltaf að vera rúm fyrir mannúð og samstöðu með þeim sem af einhverjum ástæðum standa höllum fæti. Hælisleitendur og flóttafólk eru sannarlega í þeim hópi. Við getum numið staðar við tæknileg atriði í sambandi við nýjustu brottvísanir í nafni íslenskra yfirvalda. Voru þessar brottvísanir nauðsynlegar og var rétt og maklega að þeim staðið? Var ekki hægt að bíða eftir áætlaðri dómsmeðferð í máli írösku fjölskyldunnar? Hvernig stendur á því að fjölmiðlum eru settar skorður í að miðla því sem á sér stað í þessum tilvikum og fólk hindrað í því að festa á mynd það sem átti sér stað? Við getum líka reynt að líta undir yfirborðið og spurt hvaða öflum þessar aðgerðir þjóna. Það er ábyrgðarhluti þegar einstakir stjórnmálamenn róa að því öllum árum að skapa andrúmsloft tortryggni og andúðar í garð þeirra sem hér leita hælis, draga upp mynd af hælisleitendum sem glæpamönnum og ó-manneskjum. Við megum alls ekki sofna á verðinum gagnvart slíkum áróðri, því smám saman síast svona skilaboð inn og við, sem treystum okkar kjörnu fulltrúum, förum að venjast og trúa þessum málflutningi. Þetta vita þeir sem standa að baki orðræðu sem er ætlað að skapa andúð og hræðslu í samfélaginu. Burt séð frá tæknilegum atriðum og pólitískum markmiðum, þá finnst okkur stærsta málið – fíllinn í stofunni ef svo ber undir – það hvaða augum við lítum meðbræður okkar og -systur. Hvaða gildi hafa mannréttindi og mannvirðing í okkar augum og yfir hver nær þessi virðing og þessi réttindi? Aðgerðir stjórnvalda og embættismanna í málefnum hælisleitenda benda til þess að hér er fólk ekki litið sömu augum og því ekki ætluð sömu réttindi. Er það þannig sem við viljum hafa hlutina? Við mótmælum, í nafni kristinnar trúar og almenns siðferðis, stefnu og framkvæmd ríkisstjórnarinnar í máli hinna brottvísuðu sem með valdi voru flutt út landi og rænd mannvirðingu sinni og rétti til sanngjarnar málsmeðferðar. Ísland, við getum gert svo miklu betur og eigum að gera það! Höfundur eru kristið fólk úr ólíkum áttum. Ása Laufey Sæmundsdóttir Eva Björk Valdimarsdóttir Heiða Björg Gústafsdóttir Heiðrún Helga Bjarnadóttir Hjalti Jón Sverrisson Ívar Valbergsson Kristín Þórunn Tómasdóttir Toshiki Toma Þuríður Björg W. Árnadóttir
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun