Flóttamannavandinn á Íslandi er skáldskapur (öfga) hægri manna Jón Frímann Jónsson skrifar 4. nóvember 2022 18:01 Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Jón Frímann Jónsson Mest lesið Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson Skoðun Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun Dauðsfall, fályndi og umboðsmaður sjúklinga Einar Magnús Magnússon Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði á Íslandi hefur verið rekinn mjög skipulagður áróður gegn flóttamönnum sem koma til Íslands. Fullyrðingum er hent fram í fréttum án þess að þær séu skoðaðar nánar af fréttamönnum hvort að þær séu sannar eða ekki. Staðreyndin er að það er enginn vandi vegna flóttamanna á Íslandi. Þeir sem flýja frá stríðinu í Úkraínu fá afgreiðslu án vandamála en eru samt teknir með í tölur um flóttamenn á Íslandi. Þannig er nefnilega hægt að ljúga án þess að ljúga til um stöðu mála varðandi flóttamenn. Það tekur fólk mánuði og jafnvel ár að komast til Íslands í gegnum flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna og því kemur fólk til Íslands í mikilli örvæntingu upp á von um að fá að vera hérna. Á Íslandi er núna öfga-hægri stjórn ríkisstjórn sett saman úr þremur öfga-hægri stjórnmálaflokkum. Þetta hefur allt saman fasistalegt yfirbragð, þó svo að glanshúðin ofan á segi annað en það er bara skáldskapur og lygi eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Dómsmálaráðherra er eldri maður sem hatar útlendinga, er illa menntaður, dottinn úr samfélaginu og úr tengslum við raunveruleikann (þetta sést). Dómsmálaráðherra braut lög þegar hann skipaði Útlendingastofnun að virða kröfur Alþingis að vettugi og neita að láta Alþingi fá nauðsynleg gögn svo að útlendingar gætu fengið íslenskan ríkisborgararétt með lögum. Í öðrum ríkjum en Íslandi hefði dómsmálaráðherra sætt rannsókn eftir afsögn og síðan sætt fangelsisdómi og vísun af Alþingi með skömm. Ísland er hinsvegar gjörspillt, fast í kolrugluðum áróðri hægri manna um heiminn í kringum Ísland sem er aldrei í samræmi við raunveruleikann. Ísland er ekki einu sinni vinsælt ríki og flestir af þeim flóttamönnum sem eru stöðvaðir á Íslandi eru á leiðinni til Kanada eða Bandaríkjanna til þess að sækja um stöðu flóttamanns þar. Íslensk stjórnvöld komust upp á lagið að misnota dyflinarreglugerðina til þess að vísa fólki frá Íslandi. Þar sem Ísland er staðsett eins langt frá siðmenningu og mögulega er hægt er að finna nokkurt ríki af þessari stærð. Þá er ekki möguleiki fyrir flóttamenn að komast til Íslands beint. Fólk sem kemur til Íslands til þess að sækja um stöðu flóttamanns, þarf alltaf að fara í gengum annað ríki. Á þessu eru engar undantekningar. Tölurnar eru þessar, samkvæmt minni bestu þekkingu og eftir því sem best finn þær á internetinu (heimildir neðst). Allt árið 2020 þá voru gefin út á Íslandi 630 dvalarleyfi. Árið 2019 voru dvalarleyfin 531 og síðan árið 2018 voru dvalarleyfin aðeins 294. Þetta er allt saman og varla nokkurt neyðarástand í þessum málaflokki. Þó svo að hægri menn láti eins og svo sé til þess að fiska eftir atkvæðum í rotnun þjóðernishyggju og útlendingahaturs. Staðan í málaflokki flóttamanna er slæmt. Það kemur til vegna lítils fjármagns, slæms skipulags og síðan stjórnvalda sem eru stöðugt að blása upp útlendingahatur í fjölmiðlum með því að tala um slæma stöðu þessa fólks og setja það á staði þar sem þessu fólki eru allar bjargir bannaðar. Þetta er hægt að laga og þarf bara viljann til þess og fjármagn. Hjá íslenskum stjórnvöldum í dag skortir bæði. Núna eru stjórnvöld á Íslandi farin að stunda stórfelld mannréttindabrot með því að vísa fólki til Grikklands, þar sem það er ekki með landvistarleyfi og koma þannig í veg fyrir að það geti gefið skýrslu fyrir dómi á Íslandi í máli sem íslenska ríkið er mjög líklegt til þess að tapa. Íslendingar ættu að fara að spurja sig að ef íslensk stjórnvöld eru til í að koma svona fram við flóttamenn. Hvort að íslensk stjórnvöld séu til í að gera svona gagnvart íslenskum ríkisborgurum ef röskun verður á stöðu mála á Íslandi varðandi stöðu lýðræðis og réttarfars. Hvernig stjórnvöld eru til í að fara með réttindalausa flóttamenn er sterk vísbending um það hvernig stjórnvöld eru tilbúin að fara með borgara ef þau mögulega komast upp með það. Það er ljóst og hefur alltaf verið ljóst að það er mannréttindabrot að koma í veg fyrir með lögregluvaldi að fólk geti borið mál sitt fyrir dómi. Það stendur í mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland hefur lögfest og gildir sem lög á Íslandi að allir eiga rétt á að koma með mál sitt fyrir hlutlausum dómstóli. Það er verið að brjóta núna í málinu í Hafnarfirði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra á að segja af sér embætti og víkja af Alþingi íslendinga og aðrir ráðherrar sem tengjast málaflokki flóttafólks. Hann og aðrir eru ekki hæfir til þess að sinna þessu starfi vegna vanþekkingar, rasisma og útlendingahaturs. Síðan ætti öll ríkisstjórn Íslands að segja af sér og boða til kosninga í kjölfarið. Enda er ekki stætt að íslendingar séu með ríkisstjórn sem er stórfelldur lögbrjótur á mannréttindi fólks, hvort sem það eru íslenskir ríkisborgarar eða fólk komið frá öðrum ríkjum heimsins. Höfundur er rithöfundur og borgaralegur vísindamaður búsettur í Danmörku. Heimildir https://www.mcc.is/fagfolk/flottafolk-a-islandi/ https://www.stjornarradid.is/verkefni/mannrettindi-og-jafnretti/mannrettindi/althjodlegir-mannrettindasamningar/mannrettindasattmali-evropu/ https://www.althingi.is/lagas/nuna/1994062.html https://www.visir.is/g/20222333503d/hand-tekin-og-visad-ur-landi-an-nokkurs-fyrir-vara-thratt-fyrir-veikindi https://kjarninn.is/frettir/dregid-ur-komum-ukrainskra-flottamanna-fraflaedisvandi-eykst-i-busetuurraedum/ (Júní 2022) https://www.ruv.is/frett/2022/11/02/segir-adgerdir-gegn-fimm-manna-fjolskyldu-omannudlegar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Þrælar jólahefðanna - Opið bréf til skóla og frístundasviða á höfuðborgarsvæðinu Kristín Björg Viggósdóttir Skoðun