Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. nóvember 2022 17:25 Sigmar Guðmundsson segir mál föður ríkislögreglustjóra óheppilegt og vekja upp spurningar. Vísir/Steingrímur Dúi Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“ Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna meintrar sölu hans á ólöglegum og hálfsjálfvirkum vopnum. „Þetta er auðvitað mjög óþægilegt að þetta skuli vera svona nátengt ríkislögreglustjóra og mjög óþægilegt að það skuli ekki vera eitthvað ferli fyrir okkur til að rannsaka þetta almennilega. Við höfum heyrt það hjá dómsmálaráðherra að hann vilji skoða málið en ég spyr, hver á að skoða það?“ spyr Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fulltrúi í Allsherjar- og menntamálanefnd. Málið fært til annars embættis tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Maður var í ársbyrjun 2021 dæmdur í Landsrétti fyrir að eiga breyttan hálfsjálfvirkan riffil, sem hann keypti af Guðjóni. Fram kemur í lögregluskýrslu að maðurinn hafi strax við húsleit, 26. júní 2018, nefnt Guðjón og sakað hann um að hafa breytt vopninu. Það var þó ekki fyrr en rúmum tveimur vikum síðar, 12. júlí 2018, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti ríkissaksóknara um tengsl Sigríðar Bjarkar, sem þá var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fjórum dögum síðar var málið fært yfir til lögreglunnar á Vesturlandi en Guðjón hafði stöðu vitnis í málinu. „Það vekur líka athygli hversu langur tími líður frá því að málið kemur upp og þangað til embættið vísar málinu annað út af vanhæfi. Það eru alls konar svona spurningar á kreiki í þessu máli sem við verðum að fá svör við,“ segir Sigmar. Málið verði rætt af Allsherjar- og menntamálanefnd Mál sem þetta veki upp spurningar. „Hvort sem að lögreglan hafi gert eitthvað af sér eða ekki varpar vafa á þetta allt saman og því þarf að leiða þetta til lykta.“ Óljóst sé hver eigi að rannsaka málið en vel komi til greina að málið fari fyrir Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis. „Að minnsta kosti að ræða það innan nefndarinnar hvort að það þurfi að bregðast eitthvað við á þeim vettvangi,“ segir Sigmar. „Við verðum bara að eyða óvissunni um þessi mál, bæði um það hvernig eftirliti með lögreglu eigi að vera háttað og svo um þetta mál sem hefur verið í umfjöllun fjölmiðla og varðar föður ríkislögreglustjóra.“
Lögreglumál Lögreglan Alþingi Skotvopn Tengdar fréttir Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
Sagði sig frá rannsókn tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Tugir óskráðra vopna hafi fundist á heimili föður ríkislögreglustjóra Á fjórða tug óskráðra skotvopna eru sögð hafa fundist á heimili Guðjóns Valdimarssonar, föður ríkislögreglustjóra, í september síðastliðnum. Vopnin eru sögð hafa fundist við húsleit í tengslum við meinta skipulagningu hryðjuverka og gat Guðjón ekki gert grein fyrir vopnunum. 4. nóvember 2022 00:19