Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2022 18:00 Annan leikinn í röð skoraði Leeds United sigurmark undir lok leiks. Daniel Chesterton/Getty Images Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Leeds byggði á góðum sigri gegn Liverpool í síðustu umferð með stórskemmtilegum sigri í dag. Rodrigo kom heimamönnum í Leeds yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Marcus Tavernier svaraði fyrir gestina skömmu síðar og Philip Billing sá til þess að Bournemouth var 2-1 yfir í hálfleik. Dominic Solanke kom gestunum í 3-1 í upphafi síðari hálfleiks og virtist Bournemouth vera á leið heim með þrjú stig. Varamaðurinn Sam Greenwood var ekki sammála því en hann minnkaði muninn þegar hálftími var til leiksloka. Greenwood lagði svo upp jöfnunarmarkið sem Liam Cooper skoraði. Crysencio Summerville skoraði svo sigurmarkið, annan leikinn í röð, á 84. mínútu. Staðan orðin 4-3 og reyndust það lokatölur leiksins. Leeds er komið upp í 12. sæti með 15 stig að loknum 13 leikjum. Bournemouth er í 15. sæti með 13 stig. FULL-TIME Leeds 4-3 AFC BournemouthA fantastic Leeds comeback sees them come back from 3-1 down to take all three points in a cracker, with Crysencio Summerville scoring the late winner#LEEBOU pic.twitter.com/BywoNpQuHP— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Í Nottingham var Brentford í heimsókn. Heimamenn í Forest komust yfir þökk sé marki Morgan Gibbs-White á 20. mínútu en á þriðju mínútur uppbótartíma fyrri hálfleiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Bryan Mbeumo skoraði í fjarveru Ivan Toney og staðan 1-1 í hálfleik. Yoane Wissa kom Brentford yfir þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma varð Zanka fyrir því óláni að skora sjálfsmark og fór það svo að leiknum lauk með 2-2 jafntefli. FULL-TIME Nott m Forest 2-2 BrentfordA dramatic finale sees the hosts fight back to clinch a point#NFOBRE pic.twitter.com/h2exVuXSjv— Premier League (@premierleague) November 5, 2022 Nottingham er sem fyrr í botnsæti deildarinnar með 10 stig á meðan Brentford er í 10. sæti með 16 stig. Að lokum vann Brighton 3-2 sigur á Úlfunum. Tapliðið er í 19. sæti með 10 stig á meðan Brighton er í 6. sæti með 21 stig. FULL-TIME Wolves 2-3 BrightonPascal Gross nets the winner late on following an eventful first half#WOLBHA pic.twitter.com/H88lbUapwh— Premier League (@premierleague) November 5, 2022
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Í beinni: Brighton - Chelsea | Úrvalsdeildarslagur á suðurströndinni Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Sjá meira
Haaland kom inn af bekknum og tryggði City sigur á lokasekúndunum Erling Braut Haaland tryggði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni þegar hann skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins gegn Fulham. City fer þar með í efsta sæti deildarinnar en Arsenal getur náð því á ný með sigri á morgun. 5. nóvember 2022 17:15
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti