Stympingar í Skírisskógi: „Aldrei séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2022 12:45 Mönnum var heitt í hamsi áður en flautað var til leiks í Skírisskógi. Reuters Thomas Frank, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Brentford, hefur staðfest að markmannsþjálfari liðsins sé með áverka eftir að lenda upp á kant við vallarstarfsmann Nottingham Forest fyrir leik liðanna í gær, laugardag. Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Fyrir leik gærdagsins virtist allt ætla að sjóða upp úr þar sem vallarstarfsmenn Forest voru enn að vinna í vellinum eftir að Brentford var komið út í upphitun. Virðist sem vallarstarfsmaðurinn hafi truflað upphitun Manuel Sotelo, markmannsþjálfara Brentford og fyrrverandi markmannsþjálfara Forest. 'There must be something that really p****d him off': Thomas Frank accuses Nottingham Forest groundsman of INJURING Brentford's goalkeeping coach in furious pre-match row https://t.co/Dno0XDzUIe— MailOnline Sport (@MailSport) November 6, 2022 Sotelo brást ekki vel við trufluninni og reyndi í kjölfarið að ýta vallarstarfsmenni Forest frá en sá brást illa við og stóðu mennirnir í stympingum eftir það. Hvernig þeirri rimmu lauk er óvíst en samkvæmt Frank er Sotelo með „ummerki“ og félagið er mynd til sönnunar. „Á öllum mínum tíma í fótbolta, og sérstaklega í ensku úrvalsdeildinni, þá hef ég aldrei, og ég meina aldrei, séð vallarstarfsmann ganga um völlinn í miðri upphitun. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða … það kom mér verulega á óvart. Hef aldrei séð þetta. Ég vona að þeir geri þetta alltaf, líka gegn Liverpool, West Ham og öðrum liðum,“ sagði Frank á blaðamannafundi eftir leik. Útskýring Forest var sú að starfsmaðurinn hafi aðeins verið að reyna segja leikmönnum Brentford að þeir hefðu hitað of lengi upp í vítateignum. Lið ensku úrvalsdeildarinnar mega aðeins hita ákveðið lengi upp innan vítateigs á áttu markverðir Brentford að hafa farið yfir þann tíma. "In all my time in football I have never, ever, ever seen groundsmen walking around in the middle of our warm-up"Brentford boss Thomas Frank says the Nottingham Forest ground staff 'interrupted' his sides pre-match preparations. pic.twitter.com/nrTE0ElGhm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 6, 2022 Brentford virtist ætla að eiga síðasta orðið þar sem liðið var 2-1 yfir þegar leiktíminn var í þann mund að renna út. Heimamenn jöfnuðu hins vegar þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og til að strá salti í sárin var um sjálfsmark að ræða. Ekkert hefur heyrst frá ensku úrvalsdeildinni varðandi málið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Sjá meira
Mögnuðu endurkoma Leeds | Forest jafnaði í blálokin Leeds United og Bournemouth mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lauk leiknum með 4-3 sigri Leeds en Bournemouth komst 3-1 yfir. Þá vann Brighton & Hove Albion 3-2 sigur á Úlfunum á meðan Nottingham Forest og Brentford gerðu dramatískt 2-2 jafntefli. 5. nóvember 2022 18:00