Auglýsingaherferð brugghússins fór af stað í gær í Bretlandi. Auglýsingaskilti eru með texta á borð við „Stoltur andstyrktaraðili heimsmeistaraklúðursins“ (e. Proud Anti-sponsor of the World F*cup) og „Fyrst Rússland, svo Katar. Getum ekki beðið eftir Norður-Kóreu.“
Sérstök aðdáendasvæði á vegum BrewDog verða sett upp í Bretlandi þar sem áhorfendur munu geta horft á leiki eða mótmælt. Brugghúsið segist ekki vilja koma í veg fyrir að aðdáendur geti horft á mótið. Spilling ætti ekki að koma í veg fyrir það að fólk geti horft á fótbolta.
We are, because don't want to stop people watching the football. Corruption shouldn't stop this. Besides, the more football we show, the more Lost is sold, the more money goes to charity.
— BrewDog (@BrewDog) November 7, 2022
„Fótbolti er fyrir alla. En í Katar er samkynhneigð ólögleg, barsmíðar eru lögleg refsing og það er í lagi fyrir 6.500 starfsmenn að deyja við að byggja leikvangana,“ skrifaði stofnandi BrewDog á LinkedIn-síðuna sína.
Allur ágóði af sölu bjórsins Lost frá BrewDog mun renna til góðgerðarmála. Brugghúsið segir að því fleiri sem mæta á aðdáendasvæði þeirra, því meiri peningur fari í gott málefni.